Jónsmessunæturganga
Á Jónsmessunótt verður ganga á Snæfellsjökul á vegum þjóðgarðsins. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21 (ATH breyttur tími frá áður auglýstri dagskrá) laugardaginn 23. júní. Leiðsögumaður verður Snævarr Guðmundsson fjallaleiðsögumaður og ljósmyndari.
Gengin verður fremur auðveld leið og tekur ferðin í heild um 4-6 klst. Góður útbúnaður er nauðsynlegur, góðir vatnsheldir gönguskór, hlý gönguföt (alls ekki gallabuxur!) og nesti. Mjög gott er að vera með göngulegghlífar og göngustafi. Mæting er við snjóröndina á Jökulhálsi uppfrá Arnarstapa. Skráning og nánari upplýsingar í símum 436 6860, 436 6888 og 822 4009 eða á netfanginu snaefellsjokull@ust.is
ATH Ekki verður farið á Jökulinn nema aðstæður verði góðar svo fólki er bent á að hafa samband samdægurs eða daginn áður til að kanna stöðuna.
föstudagur, júní 22, 2007
Birt af Linda Björk kl. 10:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli