Dugleg
Finnst ég hafa verið rosa dugleg í fríinu mínu.
Búin að mála og koma hillunum upp aftur - reyndar þarf að laga neðstu hilluna en það gerist næst þegar ég kem í frí.
Búin að ákveða húsgögnin sem ég ætla að kaupa mér
Búin að hitta fólk og hund.
Búin að fara í langan og góðan göngutúr.
Á reyndar eftir að gera leiðinlegan hlut eins og finna mér sundbol og strigaskó.
###
Í einu af þessum fólkshitting flugu nokkuð áhugaverð og skemmtileg komment. Ég fór nefnilega að tala um orðræðu.
Kom því upp að ekki væru um feitar konur að ræða heldur konur með fituheilkenni. Besta setning kvöldsins var hinsvegar manneskjan sem sagði: "Ég held ég sé komin með anorexíu því ég sé feita konu þegar ég lít í spegilinn"
Því að sjálfsögðu þó að um háalvarlegt mál sé um að ræða eins og anorexíu þá verður maður nú líka geta haft húmor fyrir hlutum.
mánudagur, júní 18, 2007
Birt af Linda Björk kl. 23:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli