BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, mars 28, 2007

Móða

Veit einhver hvað rúða kostar og innsetning?

Held ég komist ekki lengur upp með að skipta um rúðu/gler í stofuglugganum. Móðan er komin um allan gluggann :( - var bara neðst til að byrja með þegar ég keypti.

###

Held ég sé haldin sjálfspíningarhvöt. Jamm skráði mig í fag sem eru svo ekki mín deild en kennari minn benti mér á þetta útfrá því sem mig langar til þess að skrifa um í mastersverkefninu mínu. Finnst það allra fyndnast ef ég skyldi síðan útskrifast úr viðkomandi deild.

###

Af enn öðru þá var mamma að hringja og tilkynna mér að ég hefði gefið henni bestu afmælisgjöf ever :) ekki slæmt hrós - og yrði erfitt fyrir mig að toppa næsta ár. Hún átti reyndar afmæli í október en er að "nota" gjöfina núna þar sem hún er á tónleikum með Cliff Richard.

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Hvaða fag í hvaða deild?
:) kv. kp

Nafnlaus sagði...

Smáauglýsing í Fréttablaðinu sem er svohljóðandi:
Glerjun/gluggaviðgerðir
Móðuhreinsun glerja.....tilboð þér að kostnaðarlausu. Fagþjónustan ehf. s.860 1180

kannski er móðuhreinsun lausnin. Þetta var gert í sumarbústaðnum hjá tengdó með góðum árangri.
Kv. Guðmunda

Linda Björk sagði...

Karen: í Kostnaðar- og nytjagreining í hagfræði- og viðskiptadeild :)

Guðmunda - hey cool vissi ekki einu sinni að það væri hægt. Takk fyrir upplýsingarnar. Kannski maður ætti bara að fara lesa smáauglýsingarnar en hvað kemur til að þú lest þær hélt þú fengir ekki einu sinni fréttablaðið :)

Nafnlaus sagði...

Ég býst við að það hafi verið guðleg forjá sem sá til þess að blaðberinn stakk í lúguna hjá okkur aldrei þessu vant svo ég gæti látið þig vita :-)