BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, mars 28, 2007

Annríki

Það er sko óhætt að segja að það er engin lognmolla í náminu.

Ég er skráð í fimm fög núna og skilaverkefnin eru ansi mörg.

Námskeið 1 - þá eru 3 hópaverkefni og 3 einstaklingsverkefni og heimapróf
Námskeið 2 - þar eru 3 minni einstaklingsverkefni og eitt risastórt en ekkert lokapróf
Námskeið 3 - þar eru 3 einstaklingsverkefni og eitt "stórt" hópaverkefni sem gildir ekkert hátt og svo lokapróf
Námskeið 4 - þar hafa bara verið umræðuhópar í tíma og svo eitt skilaverkefni og svo próf
Námskeið 5 - þar hafa verið verkefnatímar og skilum við verkefnum af okkur þar og svo er lokapróf.

Svo reyndar er ég búin með eitt námskeið þar sem voru eitthvað um verkefni en aðallega var tímasóknin mikil svona á einu bretti.

Andlitið datt reyndar af okkur áðan þegar kennarinn okkar var að segja frá heimaprófinu að hún takmarkaði yfirleitt svörin við spurningu við 20 bls - svo hló hún bara og sagði að það væri 5 bls sem hún takmarkaði við eina spurningu og þá náttúrulega hljómaði 5 bls mjög vel miða við 20 bls :)

Verst við þetta allt saman að ég ætlaði að vinna í tveimur stóru ritgerðum um páskana en svo bættist eitt verkefni þar við.....

0 Mjálm: