BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, mars 14, 2007

Fiskveiðar

Horfið á hádegisviðtal stöðvar 2 í dag (þriðjudag) þar sem framkvæmdarstjóri frá Bakkafirði var mættur.

Verð bara að segja það að þetta var svoldið skondið.

Hann var alltaf að tala um það að fræðimennirnir í háskólanum í Reykjavík væru bara í einhverjum fræðaheimi og ekkert í tengslum við raunveruleikann. Nefndi að vísindamenn vissu ekkert um fiskana í sjónum, ekkert frekar heldur en hann eða allir hinir.

Hann staglaðist aftur og aftur á fræðimönnunum sem vissu ekkert í sinn haus, jú get tekið undir það að oft á tíðum er sumt betra á pappír og virka ekki þegar er yfirfært yfir í raunveruleikann.

En svo nefndi hann að það væri búið að sanna það af vísindamönnum að fiskistofnar væru staðbundnir þ.e.a.s. að fiskurinn í Vestmannaeyjum væri ekki sami stofn og á norðausturlandi. Þarna tók hann orð vísindamanna sem hentuðu honum þegar ekki hentar honum að taka tillit til þess að þeir viti eitthvað um annars stærð stofna eða ætti að vera takmörkun á fiskveiðum.

Besta kerfið sem hann kom upp með í sambandi við fiskveiðar var það að einfaldlega að láta sjómenn vera í friði. Leyfa þeim að hafa sína hentisemi - verð bara að viðurkenna að ég sé ekki alveg hvernig það á að virka..... það bara hlýtur að þurfa vera einhver stjórn.

Eina skynsamlega sem mér fannst hann koma með var sú að skipta miðunum eftir landsvæði og mismunandi kvótar eftir svæðum.

jæja búin að rasa út smá.... eða þangað til næst

0 Mjálm: