Dúllan hún systurdóttir mín er 2 ára í dag!
Tíminn þýtur alveg áfram, missti af fyrsta afmælinu hennar þar sem ég var ekki á landinu, núna kem ég of seint í afmælið þar sem ég verð upptekin í vinnu.
Til hamingju með afmælið Embla María mín :)
laugardagur, mars 31, 2007
miðvikudagur, mars 28, 2007
Móða
Veit einhver hvað rúða kostar og innsetning?
Held ég komist ekki lengur upp með að skipta um rúðu/gler í stofuglugganum. Móðan er komin um allan gluggann :( - var bara neðst til að byrja með þegar ég keypti.
###
Held ég sé haldin sjálfspíningarhvöt. Jamm skráði mig í fag sem eru svo ekki mín deild en kennari minn benti mér á þetta útfrá því sem mig langar til þess að skrifa um í mastersverkefninu mínu. Finnst það allra fyndnast ef ég skyldi síðan útskrifast úr viðkomandi deild.
###
Af enn öðru þá var mamma að hringja og tilkynna mér að ég hefði gefið henni bestu afmælisgjöf ever :) ekki slæmt hrós - og yrði erfitt fyrir mig að toppa næsta ár. Hún átti reyndar afmæli í október en er að "nota" gjöfina núna þar sem hún er á tónleikum með Cliff Richard.
Annríki
Það er sko óhætt að segja að það er engin lognmolla í náminu.
Ég er skráð í fimm fög núna og skilaverkefnin eru ansi mörg.
Námskeið 1 - þá eru 3 hópaverkefni og 3 einstaklingsverkefni og heimapróf
Námskeið 2 - þar eru 3 minni einstaklingsverkefni og eitt risastórt en ekkert lokapróf
Námskeið 3 - þar eru 3 einstaklingsverkefni og eitt "stórt" hópaverkefni sem gildir ekkert hátt og svo lokapróf
Námskeið 4 - þar hafa bara verið umræðuhópar í tíma og svo eitt skilaverkefni og svo próf
Námskeið 5 - þar hafa verið verkefnatímar og skilum við verkefnum af okkur þar og svo er lokapróf.
Svo reyndar er ég búin með eitt námskeið þar sem voru eitthvað um verkefni en aðallega var tímasóknin mikil svona á einu bretti.
Andlitið datt reyndar af okkur áðan þegar kennarinn okkar var að segja frá heimaprófinu að hún takmarkaði yfirleitt svörin við spurningu við 20 bls - svo hló hún bara og sagði að það væri 5 bls sem hún takmarkaði við eina spurningu og þá náttúrulega hljómaði 5 bls mjög vel miða við 20 bls :)
Verst við þetta allt saman að ég ætlaði að vinna í tveimur stóru ritgerðum um páskana en svo bættist eitt verkefni þar við.....
þriðjudagur, mars 27, 2007
Ferðin
Ferðin var góð og svo gott að brjóta upp það munstur og komast út úr daglegu rútínu.
Í hnotskurn:
Vont veður, gott veður, bátsferð, hausverkur, fyrirlestur, hreindýr, æla, stormur, kárahnjúkar, Akureyri, þreyta.
Sáum alveg heilan helling af hreindýrum, marga hópa á leið frá Höfn í Hornafirði og til Akureyrar.
Fórum í bátsferð um höfnina á Höfn og aðeins út fyrir og já ég var ekki sjóveik :) - reyndar eftir þennan dag fékk ég þennan gífurlega vonda hausverk og var svo ælandi um nóttina :( - fékk sterkar verkjatöflur daginn eftir sem björguðu mér alveg.
Fórum á upplýsingamiðstöð landsvirkjunar, fórum í stöðvarhúsið þar sem vægast sagt var mjög vont loft inni, og fórum upp á Kárahnjúka. Verð að segja að ég fékk ekki nógu mikið út úr Kárahnjúkum - rétt sáum glimpsa í stífluna sjálfa og það fyrir mistök því við vorum næstum búin að keyra yfir hana. Keyrðum lengra en við áttum að gera.
Á Akureyri heimsóttum við auðlindadeildina sem er kennd við Háskóla Akureyrar. Var mjög fróðlegt að heyra hvernig námið er hjá þeim. Þeirra nám er mun tæknilegra heldur en hjá okkur þeirra er líka reyndar grunnstigið. Þannig að þau væru ábyggilega vel stödd ef þau færu svo í mastersnámið við HÍ.
Fórum í vísindaferð á Akureyri í bruggverksmiðjuna og borðuðum á greifanum. Eitthvað var úthaldið lítið hjá okkur nemunum og héldum ekki upp heiðri háskólanema með djammi. Því snemma var farið að sofa á föstudagskvöldi á Akureyri (fyrir utan 2 sem héldu uppi heiðrinum).
Héldum svo heim á leið á laugardagsmorgun og lentum í leiðindaveðri - horfðum á mynd á leiðinni og tókst sem betur fer að draga hugan minn frá akstrinum.
Annars er ég búin að setja inn myndir frá ferðinni
sunnudagur, mars 25, 2007
Hringferð
Hringferð lokið.
Góð ferð og skrifa meira seinna um hana en að spurningu dagsins!
Ég fór hringinn í kringum landið án þess að koma við á Egilsstöðum. Hvorki bíldekk né fætur stigu inn á Egilsstaði.
Hvernig tókst okkur það?
Getur þú svarað því.... kommentaðu :)
þriðjudagur, mars 20, 2007
sunnudagur, mars 18, 2007
Framtíðarlandið
Endilega kynntu þér það sem framtíðarlandið hefur fram að færa og skrifaðu svo undir sáttmálann :)
http://framtidarlandid.is/
Hvet þig eindregið til þess að skrifa undir.
###
Fyrir um ári síðan þá hálfpartin lofaði ég mér að ég skyldi alltaf vera úti í útlöndum (ef ég gæti) á afmælisdeginum mínum. Jæja nú er að bráðum að fara renna upp sá dagur og það fyrsta sem ég geri er að svíkja þetta hálfpartna loforð mitt en samt ekki.
Í stað þess að fara til útlanda þá legg ég af stað í ferðalag á afmælisdaginn minn og fæ að hossa í rútu til Hafnar í Hornafirði og fer síðan bara hringinn. Verst er að á leiðinni er sennilegast bara einhver sjoppumatur.
Moral of the story - ef þú hafðir ætlað að heilsa upp á mig á afmælisdaginn þá verð ég ekki heima en ég tek við símtölum og sms-um :) á afmælisdaginn.
föstudagur, mars 16, 2007
Peningar
Peningar eru eitt af öflum heimsins!
Peningar ráða alveg ótrúlega miklu og við stjórnumst mikið af þeim.
Mér finnst það hinsvegar alveg sorglegt ef við ætlum að láta umhverfið líða fyrir hversu mikið við látum peningana stjórna.
Það er nokkuð ljóst að peningar kaupa ekki hreint loft, ósnorta náttúru, ómengað umhverfi.
Ég veit það að mig langar ekki til þess að búa í menguðu landi og borg eins og Mexikó borg er í Mexíkó eða Shanghai í Kína.
Ég vil hafa hreint loft, hreint vatn og fallega og ósnorta náttúru og það er hreinlega ekki hægt að meta það til fjárs. Hef það á tilfinningunni að fólk muni ekki átta sig á hvað það hafði fyrr en það er farið en það er um að gera að fólk opni augun og átti sig á því sem það hefur núna áður en það er of seint.
Peningar kaupa ekki hamingjuna.
Peningar kaupa því síður hreint loft og ómengað.
Sumir hafa talað um það að það sé svo hagkvæmt á heimsvísu að hafa álver á Íslandi því það fer svo hrein orka í álverið. Ég mundi kannski kaupa þessi rök ef þessi sömu aðilar bæru líka virðingu fyrir því að varðveita ramsar sáttmálan um varðveislu votlendissvæða á Íslandi því þau eru mikilvæg á heimsvísu - því margir vilja bara gera út af við þau. Þannig að þetta eru einfaldlega hentileikaröksemd.
Peningar kaupa heldur ekki ímynd lands né orðspor.
jú jú peningar eru mikilvægir og nauðsynlegir í því þjóðfélagi og heimi sem við lifum í í dag.
En stoppum aðeins og hugsum - hvernig landi vil ég búa í, hvernig vil ég hafa hlutina í kringum mig. Hverju vil ég anda að mér?
Hvað vilt þú?
miðvikudagur, mars 14, 2007
Fiskveiðar
Horfið á hádegisviðtal stöðvar 2 í dag (þriðjudag) þar sem framkvæmdarstjóri frá Bakkafirði var mættur.
Verð bara að segja það að þetta var svoldið skondið.
Hann var alltaf að tala um það að fræðimennirnir í háskólanum í Reykjavík væru bara í einhverjum fræðaheimi og ekkert í tengslum við raunveruleikann. Nefndi að vísindamenn vissu ekkert um fiskana í sjónum, ekkert frekar heldur en hann eða allir hinir.
Hann staglaðist aftur og aftur á fræðimönnunum sem vissu ekkert í sinn haus, jú get tekið undir það að oft á tíðum er sumt betra á pappír og virka ekki þegar er yfirfært yfir í raunveruleikann.
En svo nefndi hann að það væri búið að sanna það af vísindamönnum að fiskistofnar væru staðbundnir þ.e.a.s. að fiskurinn í Vestmannaeyjum væri ekki sami stofn og á norðausturlandi. Þarna tók hann orð vísindamanna sem hentuðu honum þegar ekki hentar honum að taka tillit til þess að þeir viti eitthvað um annars stærð stofna eða ætti að vera takmörkun á fiskveiðum.
Besta kerfið sem hann kom upp með í sambandi við fiskveiðar var það að einfaldlega að láta sjómenn vera í friði. Leyfa þeim að hafa sína hentisemi - verð bara að viðurkenna að ég sé ekki alveg hvernig það á að virka..... það bara hlýtur að þurfa vera einhver stjórn.
Eina skynsamlega sem mér fannst hann koma með var sú að skipta miðunum eftir landsvæði og mismunandi kvótar eftir svæðum.
jæja búin að rasa út smá.... eða þangað til næst
sunnudagur, mars 11, 2007
Marsmadness
Eignaðist frænda í dag :) - Til hamingju Dagný, Geir og Berglind Ósk.
Það er sko ekki annað hægt að segja en mars er brjálaður hvað varðar afmæli - taldi að það eru að minnsta kosti 15 manns bæði vinar og ættingar sem eiga afmæli í mars. Þrátt fyrir að hafa sagt Dagnýju að mars væri fullbókaður og hún gæti farið yfir í apríl þá lét litli kútur sér greinilega ekkert segjast.
En Aldís vinkona á líka afmæli í dag - til hamingju með daginn.
laugardagur, mars 10, 2007
Stuð
Enn heldur stuðið áfram hjá mér.
Sit í tölvustofu niðri í skóla með ipodinn minn í eyrunum eða heyrnartólin úr ipodnum í eyrunum (svona ef einhvernum hefði langað að snúa út úr).
Er rólegt og gott hérna :)
Var ég búin að segja að ég elska ipodinn minn!
###
já alveg rétt annars er ég búin að segja upp vinnunni minni og sækja um aðra.
Góðar stundir
Fjör
Hörkustuð hjá mér.
Fagna því að ég var að skila verkefni :) og þá er bara að fara að vinna að næstu þremur. Einu sem á að skila í vikunni sem er að koma og tvö í þar næstu viku. Vona að ég sé ekki að gleyma neinu.
jæja en ég er farin að sofa svo ég geti vaknað einhvern tíman á morgun og byrjað á hinum verkefnunum.
hasta la vista
miðvikudagur, mars 07, 2007
Afmælisgjöf
Mágur minn á afmæli í dag og ef mér reiknast rétt þá er það stórt afmæli.
25 ára kallinn - já 25 ára er stórt þegar þú hefur ekki náð hærri aldri (muhahah - er svo fyndin).
En afmælisgjöfin mín til hans verður sú að tilkynna það að hann Atli eigi afmæli og er langbesti mágur minn :)
Til hamingju með afmælið Atli og vonandi knúsaði fjölskyldan þín þig í morgun.
mánudagur, mars 05, 2007
Pólítík
hmm.... hef nú ekki talið mig neitt sérstaklega pólitiska en....
Það er víst að koma nýtt framboð sem er með meginstefnu á umhverfismál. Er mikið að spá í hvort það taki þá ekki eitthvað fylgji frá Vinstri grænum sem eru með sterka umhverfisstefnu.... væri ekki nær að sameina kraftana sína.
Maður hefði kannski haldið það en svo er náttúrulega annað mál að nýji flokkurinn er víst meira í miðju og til hægri heldur en vinstri grænir.
Skiptir kannski oggulitlu máli!
En að öðru leyti fagna ég að þetta málefni sé að koma mun meira í umræðuna og skipta máli. Að vísu hefur alltaf verið talað um umhverfisnefn en ekki náttúruvernd!
sunnudagur, mars 04, 2007
Nei
Virðist vera ættgengur andskoti að geta ekki sagt nei. Pabbi er svona, föðursystir og systir.
Kemur sér ansi illa núna að hafa ekki getað sagt nei.
Annars er mér meiri vandi á höndum heldur en þetta nei en óhjákvæmilega tengist það þessu röfli því yfir mér vofir óhemju mörg verkefni.
nei nei nei nei nei
fimmtudagur, mars 01, 2007
Kuldaskræfa
Svona eins og flestir sem þekkja mig vita að ég er algjör kuldaskræfa eða mér er alltaf kalt.
Í kuldanum núna sem er úti þá er ég klædd í ullarfötin mín, náttúrulega buxur og svo lopapeysu en þetta fékk mig til þess að hugsa að hvernig í ósköpunum ég yrði þá að vera klædd ef ég færi á fjöll?
Held ég sé bara best geymd í Ástralíu með öllum snákunum, hákörlunum og krókódílunum!