BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, desember 31, 2006

Breytingar

Allt frá því að ég kom heim úr ferðalaginu mínu í vor hef ég verið að pæla í því hvort þetta hafi breytt mér eitthvað. Hvort eitthvað væri öðruvísi við mig áður en ég fór.

Eftir miklar pælingar þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi breytt mér mikið, hinsvegar er ég nokkuð viss um að fólkið í kringum mig hafi ekki orðið neitt áþreifanlega vör við breytingar , tja ekki nema þessi kg sem bættust á :( .

Eftir að hafa komist að þessari niðurstöðu um að ég hafi breyst þá fór ég nú að pæla í því hvað hafði breyst við mig og fannst erfitt að finna eitthvað sérstakt til þess að benda á því mér fannst ég ekki geta bent á neitt - var meiri tilfinning heldur en annað.

Fyrir ekki svo löngu síðan datt ég niður á lausnina og fann réttu setninguna sem mér finnst lýsa þessu öllu og gerir svo mikið. Sú breyting sem hefur mest verið hjá mér er sú:

Ég hef trú á sjálfri mér.

laugardagur, desember 23, 2006

Jólasveininn

Jólasveininn frá Finnlandi kom í heimsókn til mín í dag.

En þar sem ég var ekki heima þá skildi hann eftir miða til mín og miðinn benti mér á stað sem ég ætti að athuga í fyrramáli ef ég færi snemma að sofa.

Forvitnin rak mig áfram og ég kíkti en ég er það stabil að ég mun ekki opna það sem hann færði mér fyrr en í fyrramáli.

Greinilega mikið að gera hjá jólasveininum þar sem hann kom með þetta svona fyrirfram til mín og hefur ákveðið að treysta mér til þess að fara snemma að sofa.

Held ég verði alveg traustsins verð þar sem ég er drulluþreytt!

föstudagur, desember 22, 2006

Það hefst

Allt hefst þetta nú fyrir rest.

Búið að kaupa allar jólagjafir og pakka þeim inn.

Meira segja búið að keyra og afhenda nokkrar, í raun bara einn staður fyrir utan staðurinn sem ég verð á jólunum.

Skrifa og senda jólakortin.

Eftir að þrífa, fara í Bónus og jafnvel setja upp jólaskraut. Er enn að melta það með mér hvort ég eigi að fara í þrifin núna eða geyma það þangað til annað kvöld nú eða þorláksmessukvöld.

Var meira segja svo dugleg að senda útlendum vinum mínum rafrænt kort.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Orðlaus

Mar getur ekki sagt annað en bara jáhá yfir því sem er að gerast á landinu.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Hressandi

Ekkert er jafn hressandi og 16 klukkustunda vinnutörn.

Sérstaklega þegar koma 9 tímar sem maður átti bara alls ekki von á.

Hressandi

föstudagur, desember 15, 2006

Bakað

Enn held ég áfram að koma sjálfri mér á óvart.

Í dag bakaði ég nefnilega smákökur - ætar í þokkabót.

Er síðan að hugsa um hvort ég eigi að baka smákökur fyrir mig hérna heima!

Hvar er Linda!

###

Fór á James Bond - er alveg sátt við myndina og nýja bondarann.

Hann er sætur á köflum og hina stundina ekki!

Sætur að það sést ekki ;)

###

Ég er farin að ná því að Ástralía sé hinumegin á hnettinum.

Svo langt er það í burtu að enginn hefur heyrt minnst á ástralska höfundinn Judy Nunn :( Síðasta vonin mín um að bækurnar væru kannski til í London var að renna út í sandinn.

Þá er bara að gera aðra tilraun með amazon og vonast til að séu til þar.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Jólastúss

Er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að setja upp jólaskraut eða ekki. Finnst það eitthvað svo óþarfa fyrirhöfn því ég verð iðulega brjáluð á þessu og hlakka til að koma því óní kassa þegar þetta allt er yfirstaðið.

Eina ástæðan sem ég er að hugsa um að setja upp seríu er að vera ekki eina liðleskjan í húsinu. Meira segja gamla konan við hliðina er búin að setja upp seríur.

mánudagur, desember 11, 2006

Lítil heimur

Þetta er alveg með einsdæmum lítil heimur stundum. Hef verið að lesa blogg hjá kunningja vina minna. Um daginn rakst ég þar á komment hjá þessum kunningja þeirra og var þar á ferð prestur sem ég var í fermingarfræðslunni hjá. Þessi prestur var líka með blogg en hann og kona hans kenndu mér líka á sínum tíma.

Já þessi heimur er skemmtilega lítil stundum.

###

Ef það eru einhverjir sem vilja fá sendan tölvupóst þegar ný færsla birtist hjá mér á bloggernum geta látið mig vita. Annað hvort í komment (með netfanginu) eða sent mér tölvupóst. Var nefnilega að uppgötva um daginn að þetta virkar :)

sunnudagur, desember 10, 2006

Tilkynning

Mér er sú ánægja að tilkynna það að pönnukökunum mínum var gerð bestu skil í dag.

Minnsta kosti enginn sem hrækti þeim út úr sér og sumir fengu sér tvisvar ef ekki oftar.

Ég veit nú samt ekki hvort kúnstin í að gera hinsvegar fallegar og þunnar pönnukökur komi einhverntíman hjá mér.

laugardagur, desember 09, 2006

Stormur

Stormur úti við.

Ég er inni í hlýjunni - eitthvað voða notalegt að vera hérna inni og heyra í rokinu úti við. Fer annað slagið úti í glugga og fylgjast með trjánum í kring.

Útsýnið kannski ekki með mesta móti héðan úr íbúðinni minni :)

Það sem vantar áþreifanlega mest er góð bók og eitthvað að narta í.

Hef verið á leiðinni í bókasafnið í meira en viku en framtaksemin greinilega að gera útaf við mig.

###

Búin að skipta yfir í blogger beta - get ekki republishað, vonandi bara eitthvað tímabundið því ég get heldur ekki haft gömlu færslurnar. Ég hreinlega bara dey ef ég kemst ekki í færslunar frá því í ferðalaginu mínu.

Er ekkert komin í jólaskap og held ég sé hreinlega ekkert á leiðinni í neitt jólaskap þess heldur. Þess fyrir utan þá held ég segi þetta á hverju ári.

Finnst reyndar mjög stutt síðan seinustu jól voru og skil bara ekkert í því hvert árið hefur farið. Ekkert smá fljótt búið að líða.

Í dag

Í dag komst ég að því að það er mikil galdur í því að gera pönnukökur.

Sérstaklega ef þú vilt hafa þær fínar.

Því náði ég hinsvegar ekki.

###

Í dag hefði Ágúst frændi líka átt afmæli!

Græða

Er alltaf að græða!

Núna er stöð 2 órugluð. Verð að horfa

Hlýt að vera græða fullt af pening á því :)

þriðjudagur, desember 05, 2006

Plötuð

Held ég hafi verið plötuð upp úr skónum í dag!

Var í allan dag að þrífa hjá systur minni.

Til þess að gabba mig nú enn meira og gera þetta meira raunverulegra þá gefa þau börnunum eitthvað ullabjakk þar sem þau verða öll rauð eins og vampírur og gleypa sjálf síðan inn einhverjar töflur.

Já mikið lagt á sig til þess að plata systurina (mig) í jólahreingerningarnar.

:)

###

Annars verð ég bara að segja hvað ég á sæta systurdóttur. Mamma hennar gaf henni ís í dag (mátti kannski ekki segja það ;)) en allavega vildi Embla fá tvo - og annar þeirra var til þess að gefa mér.

oh svo sætt!

sunnudagur, desember 03, 2006

Krans

Fyrsta skipti sem ég eignast krans - mamma bjó hann til handa mér.

Er samt í smá vandræðum núna - á hvaða kerti kveiki ég fyrst?


Sjónvarp

Sjónvarpstækið mitt er á móti þáttinum So you think you can dance.

Hvernig veit ég það gæti svo sem einhver spurt sig!

Jú því þegar ég horfi á þennan þátt þá slökkvir sjónvarpið á sér aftur og aftur. Hefði svo sem getað einangrað við það að sjónvarpið væri kannski með mánudagsveikina en nei þar sem ég var að horfa á þennan þátt í gær þá byrjaði sjónvarpið að slökkva á sér.

Það fyndna er að þegar þátturinn var búin og ég fór að horfa á the family man þá var það til friðs.

Hvers vegna sjónvarpstækið hefur eitthvað á móti þáttunum so you think you can dance hef ég ekki hugmynd um.