Survivor
Loksins var gert eitthvað af viti í þessum þætti og hann John kosinn út, það er ótrúlegt hvernig og hverjir hafa alltaf verið kosnir út í þessum þáttum hingað til. Þessi leikur sem þau fóru líka í þar sem vinningurinn var friðhelgin var líka nokkuð magnaður og opnaði augun hjá nokkrum.
Gæsun
Það tókst mjög vel til að gæsa Bellu. Stuttu eftir að ég var búin í prófinu mínu þá fór ég út á Reykjavíkurflugvöll því við vorum búnar að ákveða að hittast þar, en stelpurnar þá voru búnar að ræna Bellu úr vinnunni fara með hana í Mecca Spa í nudd og pottinn. Eftir að því lauk þá héldu þær í Heiðmörk í ratleik þar sem Bella átti að leysa hinar ýmsu þrautir. Í verðlaun fékk hún síðan skot þannig að þær allar voru svona léttar á því þegar þær loks komu út á flugvöll. Út á flugvelli var ég búin að tala við mann þar til að biðja hann um að kalla Bellu upp og gæsahópinn þegar þær kæmu. Hann tók vel í það og því þegar þær komu þá var Bella kölluð upp ásamt okkur og sagt að við værum að fara í útsýnisflug til Grænlands. Þegar við komum síðan að upplýsingaborðinu var Bellu afhent umslag. En þar var miði sem stóð á að þetta væri bara djók og hún átti að fara upp í bíl aftur. Þannig að út í bíl héldum við.
Þá var kominn tími til að skipta um bílstjóra, Linda sambýliskona hans pabba hafði verið að keyra þær út um allt fyrr um daginn en við fengum bílinn hans pabba lánaðan svo við gætum allar verið saman í bíl. Þannig að við héldum upp í Breiðholt til að skila Lindu og ég tók síðan við akstrinum. En þá héldum við áleiðis út úr bænum, fyrsta stopp var Litla Kaffistofan þar sem við skildum Bellu eina eftir í sma tíma svo hún gæti nú skrifað niður hugleiðingar sínar og pælt í því hvað hún væri nú að fara að gera :) en hún átti að rita niður hvar hún sæi sig eftir 30 ár.
Síðan ókum við sem leið lá og reyndum að rugla Bellu smá í ríminu og plata hana upp úr skónum með því að fara nokkra hringi í hringtorginu við Hveragerði og fara til Selfoss og snúa svo aftur við. En við enduðum síðan í sumarbústaði í Vaðnesi en Sigga og Aldís höfðu farið þangað kvöldið áður til þess að skreyta með blöðrum og búa um og hafa þetta huggulegt sem var mjög svo notarlegt.
Eftir að við komum í sumarbústaðinn þá var byrjað að huga að grillinu og pottinum. Við fengum líka þennan æðislega mat, grillpinna með kjöti og grænmeti á en kjötið var búið að liggja í mareneringu í þrjá daga. Þetta var þvílíkt lostæti. Eftir matinn voru allir tiltölulega þreyttir en við höfðum það þó af að skella okkur í pottinn þar sem við höfðum það mjög gott og fengum kampavín til þess að skála fyrir Bellu. Þegar við vorum komnar upp úr pottinum þá breyttist þetta eiginlega í náttfatapartý og var þetta bara mjög kósý, var ekki mikið um drykkju enda flestar þreyttar eftir hamagang dagsins.
sunnudagurinn
Ótrúlegt en við vorum vaknaðar klukkan hálftíu á sunnudagsmorgun og um tíuleytið voru flestar stelpurnar að fá sér afgang af matnum síðan kvöldið áður. Þannig að morgunmaturinn saman stóð af kjóti og sósu. Síðan þegar við vorum búnar að liggja á meltunni í smá stund þá var skellt sér aftur í pottinn og deginum bara tekið rólega með hvítvín í hönd sem var mjög fínt. Það var mjög góð tilfinning að geta bara slappað af og ekki gert neitt og ekki hafa samviskubit yfir því að eiga að vera að læra.
Þegar við vorum búnar að ganga frá og lagðar af stað í áttina heim þá komum við fyrst við á pizza 67 í Hveragerði þar sem við fengum okkur smá næringu og síðan stuttur göngutúr í Eden. Síðan tók við keyrslan heim og öllum skilað aftur til síns heima :)
Þetta var mjög góð helgi og lukkaðist mjög vel.
0 Mjálm:
Skrifa ummæli