BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, maí 23, 2002

Sigur rós

Ég og Jens erum að fara á tónleikana með Sigur rós á morgun, Hrafna galdur. Hlakka ég mikið til. Mér finnst þetta alveg stór góð hljómsveit, við fórum á tónleika með þeim þegar stúdentaráð að ég held bauð háskólanemum á tónleika með þeim á 80 krónur. Vá fyrir utan tónlistina þá var þetta líka svo flott og eitthvað svo dulmagnað. Ég hét mér því að reyna að komast á næstu tónleika sem þeir mundu hafa. Ég var meira segja orðin svo örvæntingafull um tíma að ég var farin að leita á netinu eftir tónleikum sem þeir voru að halda víðsvegar um heiminn. Ég hefði sko alveg verið til í að fara eitthvert út á tónleika með þeim. Ekki það að mér langar náttúrulega alltaf eitthvert út :)

Helgin
Virðist vera alveg þéttskipuð hjá mér. Fer á tónleikana á föstudaginn, svo á laugardaginn var Sigga að bjóða okkur stelpunum heim til sín í kökur þar sem systir hennar er að útskrifast. Einnig er systir hans Jens búin að bjóða okkur í partý um kvöldið svona Eurovision/kosningapartý. Það er samt spurning hvort við förum í það því getur verið að Jens fari í ferðalag með buslurum þar sem sárvantar leiðbeinendur. Ég kemst því miður ekki með þar sem ég þarf að mæta á skyndihjálparnámskeið á sunnudaginn frá 9-17 takk fyrir hjá Náttúruvernd ríkisins.

skyndihjálp...

0 Mjálm: