Hnútur í maganum
Jamm ég er með hnút í maganum. Nú gætur einhverjir spurt sig nú hvers vegna þar sem prófin eru búin, sumarið svo að segja komið og ekkert ætti að blasa við nema tóm hamingja. En nei, ég var að skrifa grein og er bara með hnút í maganum yfir henni. Hef ekki áður skrifað svona þvílíkt og líður bara hreint ekki vel yfir því. Búin að vera að senda greinina til nokkra aðila til þess að lesa yfir og kommenta á hana. Verð bara að bíta á jaxlinn og harka þetta af mér.
Annars var Sigur rós og Hrafna Galdur frábær á föstudagskvöldið. Magnað að hlusta á þetta, hefði reyndar viljað sjá betur en tónlistin var náttúrulega fyrir öllu. Samt fyndið að kallinn sem sat fyrir aftan okkur hrópaði eftir að tónleikarnir voru búnir aftur frá byrjun. Ég hefði alveg viljað fá smá meira. Þetta er líka búin að vera einstaklega dýr helgi hjá okkur Jens, aðallega þó hjá Jens þar sem hann borgaði svona fyrir flest allt þessa helgi sökum blankheita og vinnuleysis hjá mér.
5 dagar í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
mánudagur, maí 27, 2002
Birt af Linda Björk kl. 11:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli