1.maí
Ég fór að ég held fyrsta skipti í dag í 1.maí kaffi. Ég hef ekki farið í kröfugöngu á fyrsta maí og yfirhöfuð þá bara man ég ekki hvað ég hef verið að gera á fyrsta maí, jú í fyrra var ég að lesa undir próf eins og ég átti að vera að gera í dag. En hvað gera ekki blankir og svangir háskólanemar til þess að fá sér að borða :) Jens var reyndar hræðilega hneykslaður á mér að hafa aldrei farið í kröfugöngu, reyndar fór hann ekki núna heldur fórum við einungis í kaffið hjá BSRB. Ég var reyndar mjög tvístígandi hvort ég ætti að fara. En ég sló til og fór með Jens og viti menn við stóðum þvílíkt út úr, ekki bara það að ég kom þarna eins og sauður í jogging buxunum og flís peysu (maður þarf ekki að dressa sig upp fyrir próflestur) meðan allir hinir voru svona frekar fín þá gat ég ekki séð nokkurn þarna á okkar aldri. Það var eldra fólk og svo börn sem voru á svæðinu og stungum við svo sannarlega í stúfa við alla hina. Það sem var á boðstólnum var ekki svo slæmt og gátum við seðjað okkar sárasta hungur þarna. Svona til þess að vera ekki alslæm þá mun ég líka vera í BSRB í sumar þar sem ég verð landvörður.
Sigurrós
Við vorum að ákveða í dag að skella okkur á tónleikana með þeim sem eru 24.maí á Listahátiðinni og nú er bara að vona að við fáum miða.
Ég ætla að reyna að halda próflestri áfram!
þreytt
fimmtudagur, maí 02, 2002
Birt af Linda Björk kl. 00:10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli