Auglýsing
Auglýsi hér með eftir einhverjum sem getur farið með mig út að ganga. Ég er í engu formi og hugsa að ég þurfi að vera í einhverju áður en ég byrja að vinna sem landvörður. Ég fór í smá göngutúr áðan um bæinn og er næstum því dauð eftir þann göngutúrinn. En ég er líka búin að komast að því að heppnin fylgir mér ekki í dag. Allavega ég fór í bæinn til þess að ná í skattkortið hans Jens niður á skrifstofur Landspitalans. Þegar því var lokið þá ákvað ég að prófa að kíkja á ömmu gömlu þar sem ég var svo nálægt við heimili hennar. Nei nei hún var þá ekki heima, ábyggilega einhversstaðar úti að spila. Þannig að ég ákvað að labba niður í Eymundsson til þess að kíkja á fuglabækur og komst að þvi að nákvæmlega sömu bækur eru til í Mál og menningu. Ég á nefnilega innleggsnótu í Mál og menningu og því ákvað ég að ganga þangað til þess að kaupa mér íslenska fuglavísinn. Þegar ég kom í Mál og menningu þá var bókin ekki til :( einstök heppni. Á laugardaginn var ég í Mál og menningu og þá var bara ein bók í hillunni en ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa bókina því mig minnti að það væri líka til önnur fuglabók sem væri betri en ég hugsa að ég hafi haft rangt fyrir mér. Allavega eftir þetta þá ákvað ég að ganga upp á Hlemm til þess að athuga hvort pabbi eða litla systir væri að vinna. En nei nei gat ekki séð að hvorugt hafi verið að vinna. Þannig að ég hélt þá aftur niður laugaveginn og ákvað að sækja skattkortið mitt. Mér til mikillar yndisánægju þá var starfsmannadeildin lokuð þegar ég kom á staðinn. Þannig að ég fæ að fara aftur í göngutúr niður í bæ.
Linda formlausa
miðvikudagur, maí 22, 2002
Birt af Linda Björk kl. 15:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli