BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, maí 03, 2002

Og þá veit ég það!

Eftir sex ár þá hugsanlega veit ég hvað var að hrjá mig þegar ég svona skyndilega lamaðist öðrum megin í andlitinu í maí 1996. Fór til heimilislæknisins sem gat ekkert gert og vissi ekkert en sendi mig upp á bráðamóttöku þar sem margir læknar vildu skoða mig og sjá en höfðu ekki hugmynd um neitt og sendu mig heim. Loksins frétti háls-, nef og eyrnalæknir um mig í gegnum vinnufélaga pabba og vildi endilega að ég færi í súrefniskútinn upp á Borgarspítala. En þessi súrefniskútur er m.a. notaður fyrir kafara sem fá kafaraveikina. En samkvæmt vefleiðara sem ég var að lesa, en bróðir hennar að því virðist var að fá sama sjúkdóm og ég fékk, þá heitir hann Bell´s Palsay.
Það er þó ágætt að læknar viti hvað þetta er í dag. Þetta var fremur óþægilegt og lét ég ekki sjá mig utandyra í nokkra daga. Var nýbyrjuð að vinna á nýju Gistiheimili og við vorum að taka það í gegn þegar ég lamaðist í andlitinu. Ég fékk þá frí þangað til ég skánaði. En ég var komin viku síðar til vinnu en það tók alvega heilan mánuð að verða betri, meðan þá var tal mitt skrýtið, var pínku þvoglumælt. Ég skammaðist mín frekar mikið þegar ég var að reyna að tala við gesti gistiheimilisins. Reyndar þá var ég á næturvöktum fyrst um sinn sem var fínt.

Linda allta að læra eitthvað nýtt!

0 Mjálm: