Gemsar
Horfðum á þessa mynd í gærkveldi og mikið rosalega er ég fegin því að við fórum ekki á þessa mynd í bíó. Mér finnst þetta frekar þunnur þréttandi, ég var eiginlega að bíða allan tímann að myndin mundi hefjast. Það voru þarna alveg áhugaverðar persónur og Jens var alveg sannfærður að það hefði verið hægt að gera meira úr myndinni. Annars vil ég bara segja það að Jens er stundum alveg rosalegur tuðari. Hann tuðaði þvílíkt um vekjaraklukkuna í gær.
Alvöru survivor þáttur í gær, bara lýsa ánægju minni yfir því að geta horft á alvöru survivor þátt og er alveg ágætlega sátt við gang mála þar. Finnst reyndar Sean að verða skemmtilegri núna en hann var fyrst. Skemmtilegur húmor sem hann kemur stundum með.
Vil líka benda á að niðurtalning er hafin í brúðkaup Bellu og Óskars.
4 dagar í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
þriðjudagur, maí 28, 2002
Birt af Linda Björk kl. 14:04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli