Húsmóðurhlutverkinu hent til hliðar
Já lesandi góður þú last rétt, húsmóðurhlutverkinu hefur verið hent til hliðar en spurning hvort það sé ekki bara mjög tímabundið. Málið er að á fimmtudaginn hringdi ég til manns frænku minnar en hann er eigandi bókbands hér í bæ (um að gera að nota samböndin) til að spurja hann um vinnu. Ég var að vinna hjá honum fyrir öll jól þegar ég var í framhaldsskóla. Hann reyndar gat ekki lofað mér neinu en honum vantaði agalega mikið manneskju akkúrat núna. Þannig að ég var að vinna á fimmtudaginn og föstudaginn hjá honum spurning bara hvort ég fari á þriðjudaginn. En allavega þá er ég enn í atvinnuleyt fyrir júnímánuð.
pizzugerð
Þrátt fyrir að húsmóðurhlutverkinu hafi verið hent til hliðar var ég samt sem áður svo myndarlega að ég gerði pizzu handa okku í kvöldmatinn í gærkveldi. En ég er agalega montin þessa dagana að geta gert það. Ég hef nefnilega aldrei haft neina trú á mér í bakstri og heldur ekki áhugan til þess þannig að mér finnst þetta reyndar rosalegt sport að geta gert þetta :)
Minni á að Jens á afmæli á mánudaginn, hann verður 25 ára strákurinn :)
Fimmtudagurinn
Birgir hringdi í mig á fimmtudaginn þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni sem er svo sem ekki frásögu færandi en málið er að hann var eitthvað rosalega leyndardómsfullur. Hann sagði mér að hann ætlaði að koma í heimsókn til mín og sýna mér eitthvað. Reyndar sagði hann einnig að ég ætti að koma út þegar hann kæmi. Ég reyndar pældi ekki mikið í því, datt reyndar í hug að hann væri kannski á einhverjum nýjum bíl og einnig datt mér í hug að hann hefði látið breyta bílnum en fannst það ótrúlegt þar sem hann er á móti slíkum breytingum. Allavega hann kom og ég fór út, og það sem hann sýndi mér (reyndar tók ég strax eftir því og hann þurfti ekki að benda mér á það) var breyting á bílnum en reyndar mér hafði ekki dottið þetta í hug. Reyndar þótt hann hafi lengi lengi vel talað um að honum langaði í þetta á bílinn sinn. Ertu orðin spenn/ur að vita hvað þetta er?
Hann fékk sér topplúgu á Löduna sína, mér finnst það geðveikt fyndið. Það reyndar kemur vel út og kemur sér ábyggilega vel í sumar þar sem að bíllinn er alltaf svo heitur, nefnilega þetta er lada og ekki með góða loftkælingu ;)
Svo va Birgir líka svo góður að hann bauð mér með í bíó á forsýningu Ali G þar sem hann hafði unnið miðana á undirtónum :) þetta var ágætismynd en ég hefði aldrei farið á hana í bíó og borgað 800 kr til að sjá hana. Til hamingju með topplúguna á bílnum Birgir.
Jens verður 25 á mánudaginn
laugardagur, maí 18, 2002
Birt af Linda Björk kl. 12:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli