Þreytt
Ekki laust við að maður sér þreyttur eftir vinnudaginn enda kannski ekkert sniðugasti tíminn sem ég fór að sofa í gærkveldi. Allavega við vorum svo dugleg að skella okkur í sund í Suðurbæjarlauginní í Hafnarfirði áður en við fórum í mat til mömmu. Ég fékk þær fréttir í gærkveldi að Númi Steinn litli litli bróðir sé byrjaður að ganga og gerðist sá viðburður um helgina. Reyndar frekar fyndið að sjá hann ganga en æfingin skapar meistarann.
Ég er líka búin að komast að því að það er ekkert sniðugt fyrir okkur að hafa bíl því þá verðum við svo löt og nennum ekki að elda. Þannig að það er farið „auðveldustu“ en jafnframt dýrari leiðina í að nærast. Jamm þú hefur eflaust giskað rétt, við förum á næsta skyndibitastað. Seinasti vinnudagurinn hans Jens á morgun og þá kannski verður hægt að elda aftur.
2 dagar i brúðkaup hjá Bellu og Óskari
fimmtudagur, maí 30, 2002
Birt af Linda Björk kl. 22:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli