Táningur
Nú vil ég spyrja lesendur hvort þeir hafi heyrt orðið táningur og geta sagt hvað það þýðir. Einnig hvort þeim finnist að táningur og unglingur sé það sama. Endilega svarið mér annað hvort með því að senda tölvupóst eða skilja eftir skilaboð í gestabókinni. Mjög mikilvægt að fá einhver svör.
Annars var ég að fá mitt fyrsta private í gestabókina :) mjög spennandi og loksins eitthvað sem ég get lesið. Lítur út fyrir að ég sé sennilegast að fá meiri vinnu, fór í atvinnuviðtal í dag og sá sem ég talað við var mjög jákvæður en þetta er einungis hlutavinna, ekki mjög spennandi en....... vil ekki segja meira fyrr en það er komið á hreint.
1 dagur í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
föstudagur, maí 31, 2002
fimmtudagur, maí 30, 2002
Þreytt
Ekki laust við að maður sér þreyttur eftir vinnudaginn enda kannski ekkert sniðugasti tíminn sem ég fór að sofa í gærkveldi. Allavega við vorum svo dugleg að skella okkur í sund í Suðurbæjarlauginní í Hafnarfirði áður en við fórum í mat til mömmu. Ég fékk þær fréttir í gærkveldi að Númi Steinn litli litli bróðir sé byrjaður að ganga og gerðist sá viðburður um helgina. Reyndar frekar fyndið að sjá hann ganga en æfingin skapar meistarann.
Ég er líka búin að komast að því að það er ekkert sniðugt fyrir okkur að hafa bíl því þá verðum við svo löt og nennum ekki að elda. Þannig að það er farið „auðveldustu“ en jafnframt dýrari leiðina í að nærast. Jamm þú hefur eflaust giskað rétt, við förum á næsta skyndibitastað. Seinasti vinnudagurinn hans Jens á morgun og þá kannski verður hægt að elda aftur.
2 dagar i brúðkaup hjá Bellu og Óskari
miðvikudagur, maí 29, 2002
Vinnulýður
Það lítur út fyrir það að ég sé barasta komin með vinnu en að vísu með þeim fyrirvara að ef ekkert sé að gera þá sé ég send heim. Það er sko betra en ekkert og finnst mjög gott að þurfa ekki að „lifa“ á Jens í júnímánuði.
Annars hlakka ég bara mjög mikið til júlímánaðar. Ég er enn að bíða eftir seinustu einkunn minni og það eru komnar 3 vikur síðan prófið var........ grr........ þoli þetta ekki.
3 dagar í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
þriðjudagur, maí 28, 2002
Gemsar
Horfðum á þessa mynd í gærkveldi og mikið rosalega er ég fegin því að við fórum ekki á þessa mynd í bíó. Mér finnst þetta frekar þunnur þréttandi, ég var eiginlega að bíða allan tímann að myndin mundi hefjast. Það voru þarna alveg áhugaverðar persónur og Jens var alveg sannfærður að það hefði verið hægt að gera meira úr myndinni. Annars vil ég bara segja það að Jens er stundum alveg rosalegur tuðari. Hann tuðaði þvílíkt um vekjaraklukkuna í gær.
Alvöru survivor þáttur í gær, bara lýsa ánægju minni yfir því að geta horft á alvöru survivor þátt og er alveg ágætlega sátt við gang mála þar. Finnst reyndar Sean að verða skemmtilegri núna en hann var fyrst. Skemmtilegur húmor sem hann kemur stundum með.
Vil líka benda á að niðurtalning er hafin í brúðkaup Bellu og Óskars.
4 dagar í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
mánudagur, maí 27, 2002
Vantar meira kjöt á beinin
Ég er ekki að tala um mig heldur greinina mína en það virðist vera samdóma álit þeirra sem hafa lesið. Þannig að þá er bara að reyna að bæta einhverju djúsí við, er þaggi? pfff....... upphefst þá kapphlaupið mikla.
enn 5 dagar í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
Hnútur í maganum
Jamm ég er með hnút í maganum. Nú gætur einhverjir spurt sig nú hvers vegna þar sem prófin eru búin, sumarið svo að segja komið og ekkert ætti að blasa við nema tóm hamingja. En nei, ég var að skrifa grein og er bara með hnút í maganum yfir henni. Hef ekki áður skrifað svona þvílíkt og líður bara hreint ekki vel yfir því. Búin að vera að senda greinina til nokkra aðila til þess að lesa yfir og kommenta á hana. Verð bara að bíta á jaxlinn og harka þetta af mér.
Annars var Sigur rós og Hrafna Galdur frábær á föstudagskvöldið. Magnað að hlusta á þetta, hefði reyndar viljað sjá betur en tónlistin var náttúrulega fyrir öllu. Samt fyndið að kallinn sem sat fyrir aftan okkur hrópaði eftir að tónleikarnir voru búnir aftur frá byrjun. Ég hefði alveg viljað fá smá meira. Þetta er líka búin að vera einstaklega dýr helgi hjá okkur Jens, aðallega þó hjá Jens þar sem hann borgaði svona fyrir flest allt þessa helgi sökum blankheita og vinnuleysis hjá mér.
5 dagar í brúðkaup hjá Bellu og Óskari
sunnudagur, maí 26, 2002
Adam á afmæli í dag!
Litli stóri bróðir minn á afmæli í dag, jamm hann Adam bróðir er 14 ára í dag. En hann er þess heiðurs aðnjótandi að vera elsti litli bróðir minn :) Til hamingju með afmæli Adam minn.
Helgin að verða lokið og búið að vera mikið að gera um helgina. Var að vinna á föstudag og laugardag. Síðan í dag er ég búin að vera á skyndihjálparnámskeiði í allan dag. Það byrjaði reyndar ekki vel því þegar ég kom um níuleytið þá beið allt fólkið fyrir utan því við vorum læst úti. Þegar var búið að hringja nokkur símtöl og redda manni til þess að opna fyrir okkur þá byrjuðum við námskeiðið bara úti á plani. Það var mjög fínt þar sem veðrið var frábært. Reyndar pínku svekkt yfir því að eyða heilum góðum sunnudegi inni á námskeiði. Reyndar er alltaf gott að rifja upp skyndihjálpina en......... á meðan var Jens í sundi og svona.
skrifa skrifa skrifa......
fimmtudagur, maí 23, 2002
Þúsund þakkir
Það borgaði sig að auglýsa eftir aðstoð við að laga vinstri dálkinn hér á síðunni. Fékk sendan tölvupóst þar sem mér var bent á síðu þar sem ég fékk upplýsingar til þess að láta íslensku stafina koma. Þakka ég sá sem sendi mér upplýsingarnar alveg kærlega fyrir. Kann ekki við að nefna aðilann hér þar sem ég veit ekki hvernig sá aðili mundi taka því :)
í skýjunum
Sigur rós
Ég og Jens erum að fara á tónleikana með Sigur rós á morgun, Hrafna galdur. Hlakka ég mikið til. Mér finnst þetta alveg stór góð hljómsveit, við fórum á tónleika með þeim þegar stúdentaráð að ég held bauð háskólanemum á tónleika með þeim á 80 krónur. Vá fyrir utan tónlistina þá var þetta líka svo flott og eitthvað svo dulmagnað. Ég hét mér því að reyna að komast á næstu tónleika sem þeir mundu hafa. Ég var meira segja orðin svo örvæntingafull um tíma að ég var farin að leita á netinu eftir tónleikum sem þeir voru að halda víðsvegar um heiminn. Ég hefði sko alveg verið til í að fara eitthvert út á tónleika með þeim. Ekki það að mér langar náttúrulega alltaf eitthvert út :)
Helgin
Virðist vera alveg þéttskipuð hjá mér. Fer á tónleikana á föstudaginn, svo á laugardaginn var Sigga að bjóða okkur stelpunum heim til sín í kökur þar sem systir hennar er að útskrifast. Einnig er systir hans Jens búin að bjóða okkur í partý um kvöldið svona Eurovision/kosningapartý. Það er samt spurning hvort við förum í það því getur verið að Jens fari í ferðalag með buslurum þar sem sárvantar leiðbeinendur. Ég kemst því miður ekki með þar sem ég þarf að mæta á skyndihjálparnámskeið á sunnudaginn frá 9-17 takk fyrir hjá Náttúruvernd ríkisins.
skyndihjálp...
Afmæli
Næstum því búin að gleyma að óska Gulla frænda til hamingju með afmælið :) Til hamingju Gulli með árin 32.
Star Wars
Ég fór á Star Wars í gærkvöldi með Jens og vini hans og hafði bara mjög gaman af. Ég ætla eiginlega ekkert meir að tala um myndina svo ég skemmi ekki fyrir einhverjum sem eiga eftir að sjá hana. En ég verð þó að tala um kjólana og fötin sem senator Amidala eða Padmé var í, þvílíkir ævintýrakjólar. Ég fór að hugsa um aftur þegar ég sá star wars myndirnar og fötin sem princess Leia var í voru þvílíkt flottir. Ekki það að ég sé mikil kjólakona en þetta var svo ævintýralegt :)
Bloggerinn er að gera mig gráhærða ef ég sé ekki orðin það fyrir. Núna fyrst kemur færslan sem ég setti í gær þótt ég hafi póstað henni í gær og svo eru stafirnir farnir allir í rugl aftur. Eins og þetta var flott.
Njótið dagsins
miðvikudagur, maí 22, 2002
Eitthvað meira en litið undarlegt er á seyði hérna. Núna eru stafirnir allir komnir í rugl aftur, ég vissi að ég hefði átt að láta þetta alveg vera. Svo kemur ekki bloggið sem ég var að skrifa rétt áðan.
Sjáum hvað gerist núna.
Auglýsing
Auglýsi hér með eftir einhverjum sem getur farið með mig út að ganga. Ég er í engu formi og hugsa að ég þurfi að vera í einhverju áður en ég byrja að vinna sem landvörður. Ég fór í smá göngutúr áðan um bæinn og er næstum því dauð eftir þann göngutúrinn. En ég er líka búin að komast að því að heppnin fylgir mér ekki í dag. Allavega ég fór í bæinn til þess að ná í skattkortið hans Jens niður á skrifstofur Landspitalans. Þegar því var lokið þá ákvað ég að prófa að kíkja á ömmu gömlu þar sem ég var svo nálægt við heimili hennar. Nei nei hún var þá ekki heima, ábyggilega einhversstaðar úti að spila. Þannig að ég ákvað að labba niður í Eymundsson til þess að kíkja á fuglabækur og komst að þvi að nákvæmlega sömu bækur eru til í Mál og menningu. Ég á nefnilega innleggsnótu í Mál og menningu og því ákvað ég að ganga þangað til þess að kaupa mér íslenska fuglavísinn. Þegar ég kom í Mál og menningu þá var bókin ekki til :( einstök heppni. Á laugardaginn var ég í Mál og menningu og þá var bara ein bók í hillunni en ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa bókina því mig minnti að það væri líka til önnur fuglabók sem væri betri en ég hugsa að ég hafi haft rangt fyrir mér. Allavega eftir þetta þá ákvað ég að ganga upp á Hlemm til þess að athuga hvort pabbi eða litla systir væri að vinna. En nei nei gat ekki séð að hvorugt hafi verið að vinna. Þannig að ég hélt þá aftur niður laugaveginn og ákvað að sækja skattkortið mitt. Mér til mikillar yndisánægju þá var starfsmannadeildin lokuð þegar ég kom á staðinn. Þannig að ég fæ að fara aftur í göngutúr niður í bæ.
Linda formlausa
Undarlegt á seyði
Stafirnir eru komnir í lag á vinstri hlið síðunnar minnar og ég gerði ekki neitt, þetta er eitthvað undarlegt........ hvað er að gerast? Ekki það að ég sé ekki ánægð en þetta er hið undarlegasta mál.
Linda stórgáttuð
Litla systir
Haldið að það sé nú, litla systir farin að rífa kjaft við mig í gestabókinni minni og segir síðan að henni finnist fyndið að stóra systir sín sé farin að blogga, hva er ég of gömul ertu að segja það? Nei annars er hún nú vænsta skinn og var ábyggilega pínku sár að ég lét hana ekki vita, annars hélt ég að hún væri yfirleitt ekki mikið á netinu að minnsta kosti er ég aldrei að fá tölvupóst frá henni.
Svo held ég barasta að ég sé að falla í húsmóðurhlutverkið aftur :( því verr og miður. Reyndar þarf ég lika að gerast rithöfundur en ég er alveg búin að sjá það að ég mundi ekki hafa agan í það að gerast rithöfundur ef ég ætlaði að vinna heima.
ekki hanga í tölvunni
þriðjudagur, maí 21, 2002
Vargur fyrstur með fréttirnar
Afmælisgjafirnar eru farnar að streyma inn í hús. Arndís og Árni voru í mat hjá okkur og færðu Jens þennan dýrindis konfektkassa, stundum mundi ég vilja að ég borðaði konfekt svo mikið súkkulaði :). Einnig kom mamma við með afmælisgjöf til Jens.
Hvað varð um Boston Public? Enginn Boston Public þáttur og var heldur ekki seinasta þriðjudag, hvað er að gerast! Núna er eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er, en er ekki Beðmál í borginni á eftir??
Linda sjónvarpssjúklingurinn
Hjálp
Það hafa margir kíkt á síðuna mína í dag :) fjöldi heimsókna rokið upp úr öllu valdi en enn hefur enginn þorað að skrifa í gestabókina mína :( því miður. Allavega þá þarfnast ég smá hjálpar hér. Því eins og sést þá á vinstri dálkurinn erfitt með að skilja eða sýna íslenska stafi og þeir sem hafa einhverja hugmynd um hvernig má laga þetta þá er öll aðstoð vel þegin og netfangið mitt er eins og sjá má hér til vinstri vargur@hotmail.com.
jæja ég ætla að reyna að fara að gera eitthvað af viti :)
hafið það gott í dag
Hugrekki
Ákvað að vera hugrökk og láta fleiri vita af síðunni minni. Spurning hvernig fólk tekur þessu :) oh well. Láta á þetta reyna. Ef þú ert að kíkja á síðuna mína endilega skrifaðu í gestabókina mína en hún heitir talaðu við Varg með pínku skrítnum stöfum :)
bíta á jaxlinn
Andlaus og vitlaus
Á einhvern frábæran hátt tókst mér að eyða út færslunni sem ég var að skrifa, þar sem ég sagði einmitt að ég nennti ekki að skrifa. En þar sem ég vil ekki valda lesendum mínum vonbriðgðum þá........ muhahaa!
Helgin var mjög fin, mest lítið gert og mikið borðað. Eðalhelgi, það var meira segja slegið upp stuttu harmonikkuballi á laugardagskvöldið en það varði stutt vegna „tæknilegra“ örðuleika :)
Á afmælisdaginn hans Jens þá vildi hann mest lítið gera eftir að við komum heim. Langaði ekki í neinn fínan mat enda líka búin að vera borða grillmat alla helgina þannig að honum langaði í eitthvað létt þannig að subway varð fyrir valinu og bragðarefur í forrét og eftirrétt. Svo langaði honum til að spila. Surprise surprise. Þannig að hann bauð strákunum hingað heim og þeir voru að spila. Ég hinsvegar glápti á survivor sem ég varð þvílíkt fyrir vonbrigðum með þennan þátt. En þetta var svona upprifjunarþáttur hvað er búið að gerast og þannig. Engin spenna ekkert gaman. Svo var ég að lesa og dotta yfir sjónvarpinu það sem eftir var kvöldsins.
vona að þetta takist núna
mánudagur, maí 20, 2002
Jens á afmæli
Til hamingju með afmælið Jens minn :) jamm hann er 25 ára strákurinn í dag. Við erum búin að vera í sumarbústað um helgina.
hann á afmæli í dag....... hann á afmæli í dag..........
laugardagur, maí 18, 2002
klikk
Síðasta færsla ætlaði að koma tvisvar fram, vonandi hef ég komið í veg fyrir það með því að bulla meir hérna :)
klikk klikk
spurning
Spurning hvort ég verði nógu hugrökk og láti fleiri vita af veifleiðaradagbókinni minni. Enn sem komið er vita ekki mjög margir af henni. Ætti kannski að láta ættingja og fleiri vini vita af henni eða ekki. Er ekki viss. Erfið ákvörðun. Á líka eftir að laga hana því vinstri dálkurinn er í tómu klúðri og á eftir að laga hann. Ef ég bara kynni...... kannski ég bíði aðeins með að láta fleiri vita af henni.
huglausa Linda
Húsmóðurhlutverkinu hent til hliðar
Já lesandi góður þú last rétt, húsmóðurhlutverkinu hefur verið hent til hliðar en spurning hvort það sé ekki bara mjög tímabundið. Málið er að á fimmtudaginn hringdi ég til manns frænku minnar en hann er eigandi bókbands hér í bæ (um að gera að nota samböndin) til að spurja hann um vinnu. Ég var að vinna hjá honum fyrir öll jól þegar ég var í framhaldsskóla. Hann reyndar gat ekki lofað mér neinu en honum vantaði agalega mikið manneskju akkúrat núna. Þannig að ég var að vinna á fimmtudaginn og föstudaginn hjá honum spurning bara hvort ég fari á þriðjudaginn. En allavega þá er ég enn í atvinnuleyt fyrir júnímánuð.
pizzugerð
Þrátt fyrir að húsmóðurhlutverkinu hafi verið hent til hliðar var ég samt sem áður svo myndarlega að ég gerði pizzu handa okku í kvöldmatinn í gærkveldi. En ég er agalega montin þessa dagana að geta gert það. Ég hef nefnilega aldrei haft neina trú á mér í bakstri og heldur ekki áhugan til þess þannig að mér finnst þetta reyndar rosalegt sport að geta gert þetta :)
Minni á að Jens á afmæli á mánudaginn, hann verður 25 ára strákurinn :)
Fimmtudagurinn
Birgir hringdi í mig á fimmtudaginn þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni sem er svo sem ekki frásögu færandi en málið er að hann var eitthvað rosalega leyndardómsfullur. Hann sagði mér að hann ætlaði að koma í heimsókn til mín og sýna mér eitthvað. Reyndar sagði hann einnig að ég ætti að koma út þegar hann kæmi. Ég reyndar pældi ekki mikið í því, datt reyndar í hug að hann væri kannski á einhverjum nýjum bíl og einnig datt mér í hug að hann hefði látið breyta bílnum en fannst það ótrúlegt þar sem hann er á móti slíkum breytingum. Allavega hann kom og ég fór út, og það sem hann sýndi mér (reyndar tók ég strax eftir því og hann þurfti ekki að benda mér á það) var breyting á bílnum en reyndar mér hafði ekki dottið þetta í hug. Reyndar þótt hann hafi lengi lengi vel talað um að honum langaði í þetta á bílinn sinn. Ertu orðin spenn/ur að vita hvað þetta er?
Hann fékk sér topplúgu á Löduna sína, mér finnst það geðveikt fyndið. Það reyndar kemur vel út og kemur sér ábyggilega vel í sumar þar sem að bíllinn er alltaf svo heitur, nefnilega þetta er lada og ekki með góða loftkælingu ;)
Svo va Birgir líka svo góður að hann bauð mér með í bíó á forsýningu Ali G þar sem hann hafði unnið miðana á undirtónum :) þetta var ágætismynd en ég hefði aldrei farið á hana í bíó og borgað 800 kr til að sjá hana. Til hamingju með topplúguna á bílnum Birgir.
Jens verður 25 á mánudaginn
fimmtudagur, maí 16, 2002
Gleymdist
Ég er búin að setja upp gestabók sem heitir tjáðu þig við Varg en íslensku stafirnir koma ekki fram, þarf reyndar aðeins að breyta henni finnst hún ekki nægilega flott.
tjáðu þig
Frábært veður
Í gær var frábært veður og mér sýnist það vera líka í dag. Ég meira segja fór út úr húsi í gær en eyddi reyndar deginum í því að fara í bónus til að kaupa inn og svona. Það er ekki gaman að fara einn í Bónus alveg búin að fatta það. Reyndar held ég að Jóhannes í Bónus hafi sjáflur verið á svæðinu þegar ég var þar.
Ég er svo dugleg að ég er ekki búin að snúa sólarhringnum við enda fer ég líka alltaf með Jens að sofa á kvöldin þar sem hann þarf að vakna snemma til vinnu, ætli það sé ekki bara ágæt því ég hef ekkert að gera á nóttunni.
mig vantar vinnu......
miðvikudagur, maí 15, 2002
Símhringing
ha ha ha!
Fékk simhringingu í gær þar sem ég var spurðu um bloggerinn, hvort ný uppfærsla væri ekki á leiðinni :) Meðan ég var að tala í símann þá uppfærði ég bloggerinn minn þar sem ég var búin að skrifa textann en lenti í vandræðum í gær með að setja hann inn. En þá var ég skömmuð fyrir það að segja hver hafði verið rekin út í survivor. Hér með biðst ég innilegrar afsökunar á þessu og næst skal ég hafa viðvörun. En allavega var gaman að símtalinu :)
Njótið dagsins
Bs ritgerðin
Stór ákvörðun hefur verið tekin, en ég ætla að fresta ritgerðinni minni og því mun ég væntanlega ekki útskrifast fyrr en í október ef allt gengur að óskum. Þetta var rosalega erfið ákvörðun en það tókst á endanum og ég er alveg ágætlega sátt við þetta.
Húsmóðurhlutverkið
Sagan af húsmóður í vesturbænum heldur áfram.
Ég tók mig til og byrjaði að þrífa hérna á mánudaginn og þvílíkt og annað eins. Merkilegt hvað alltaf er mikið drasl út um allt og skítugt eftir að maður er búin í prófum en sökum þess að ég fór í Blóðbankan á mánudaginn með henni Siggu þá kláraði ég ekki að þrífa. En ég var mjög dugleg þó þegar ég kom heim úr Blóðbankanum því ég eldaði í fyrsta skipti fisk (ekki hlæja að mér). Mitt áhugasvið liggur ekki á matseldinni þannig að þá er kannski ekki skrýtið að ég hafi ekki eldað fisk. Enda er fiskur víst orðinn svo dýr núna.
En allavega þá kláraði ég að þrífa á þriðjudeginum þannig að nú get ég boðið mömmu og strákunum í mat í kvöld án þess að skammast mín neitt mikið yfir rusli. En alveg ótrúlegt hvað manni líður oft vel yfir því að vera búin að þrífa þá er svo gott að vera heima :) jafnvel þótt ég hafi verið með einhvern leiðindahausverk í gær.
skúra, skrúbba.....
þriðjudagur, maí 14, 2002
Ég held ég ætti að hætta að fikta í síðunni núna, virkar ekki það sem ég er að reyna að gera. Búin að týna blogger takkanum og alles.
Survivor
Loksins var gert eitthvað af viti í þessum þætti og hann John kosinn út, það er ótrúlegt hvernig og hverjir hafa alltaf verið kosnir út í þessum þáttum hingað til. Þessi leikur sem þau fóru líka í þar sem vinningurinn var friðhelgin var líka nokkuð magnaður og opnaði augun hjá nokkrum.
Gæsun
Það tókst mjög vel til að gæsa Bellu. Stuttu eftir að ég var búin í prófinu mínu þá fór ég út á Reykjavíkurflugvöll því við vorum búnar að ákveða að hittast þar, en stelpurnar þá voru búnar að ræna Bellu úr vinnunni fara með hana í Mecca Spa í nudd og pottinn. Eftir að því lauk þá héldu þær í Heiðmörk í ratleik þar sem Bella átti að leysa hinar ýmsu þrautir. Í verðlaun fékk hún síðan skot þannig að þær allar voru svona léttar á því þegar þær loks komu út á flugvöll. Út á flugvelli var ég búin að tala við mann þar til að biðja hann um að kalla Bellu upp og gæsahópinn þegar þær kæmu. Hann tók vel í það og því þegar þær komu þá var Bella kölluð upp ásamt okkur og sagt að við værum að fara í útsýnisflug til Grænlands. Þegar við komum síðan að upplýsingaborðinu var Bellu afhent umslag. En þar var miði sem stóð á að þetta væri bara djók og hún átti að fara upp í bíl aftur. Þannig að út í bíl héldum við.
Þá var kominn tími til að skipta um bílstjóra, Linda sambýliskona hans pabba hafði verið að keyra þær út um allt fyrr um daginn en við fengum bílinn hans pabba lánaðan svo við gætum allar verið saman í bíl. Þannig að við héldum upp í Breiðholt til að skila Lindu og ég tók síðan við akstrinum. En þá héldum við áleiðis út úr bænum, fyrsta stopp var Litla Kaffistofan þar sem við skildum Bellu eina eftir í sma tíma svo hún gæti nú skrifað niður hugleiðingar sínar og pælt í því hvað hún væri nú að fara að gera :) en hún átti að rita niður hvar hún sæi sig eftir 30 ár.
Síðan ókum við sem leið lá og reyndum að rugla Bellu smá í ríminu og plata hana upp úr skónum með því að fara nokkra hringi í hringtorginu við Hveragerði og fara til Selfoss og snúa svo aftur við. En við enduðum síðan í sumarbústaði í Vaðnesi en Sigga og Aldís höfðu farið þangað kvöldið áður til þess að skreyta með blöðrum og búa um og hafa þetta huggulegt sem var mjög svo notarlegt.
Eftir að við komum í sumarbústaðinn þá var byrjað að huga að grillinu og pottinum. Við fengum líka þennan æðislega mat, grillpinna með kjöti og grænmeti á en kjötið var búið að liggja í mareneringu í þrjá daga. Þetta var þvílíkt lostæti. Eftir matinn voru allir tiltölulega þreyttir en við höfðum það þó af að skella okkur í pottinn þar sem við höfðum það mjög gott og fengum kampavín til þess að skála fyrir Bellu. Þegar við vorum komnar upp úr pottinum þá breyttist þetta eiginlega í náttfatapartý og var þetta bara mjög kósý, var ekki mikið um drykkju enda flestar þreyttar eftir hamagang dagsins.
sunnudagurinn
Ótrúlegt en við vorum vaknaðar klukkan hálftíu á sunnudagsmorgun og um tíuleytið voru flestar stelpurnar að fá sér afgang af matnum síðan kvöldið áður. Þannig að morgunmaturinn saman stóð af kjóti og sósu. Síðan þegar við vorum búnar að liggja á meltunni í smá stund þá var skellt sér aftur í pottinn og deginum bara tekið rólega með hvítvín í hönd sem var mjög fínt. Það var mjög góð tilfinning að geta bara slappað af og ekki gert neitt og ekki hafa samviskubit yfir því að eiga að vera að læra.
Þegar við vorum búnar að ganga frá og lagðar af stað í áttina heim þá komum við fyrst við á pizza 67 í Hveragerði þar sem við fengum okkur smá næringu og síðan stuttur göngutúr í Eden. Síðan tók við keyrslan heim og öllum skilað aftur til síns heima :)
Þetta var mjög góð helgi og lukkaðist mjög vel.
laugardagur, maí 11, 2002
Gæsapartý!
Loksins get ég upplýst hvað ég er að fara að gera eftir prófið sem ég var að ljúka. En við erum að fara að gæsa Bellu vinkonu, þvílíkur spenningur í gangi. Segi meira frá því síðar :)
Þarf að rjúka
Ég er farin og hef gaman af
Frábært veður!
Gæti ekki verið betra veður en fyrir það sem gerist í dag. Frábært!
illa drukkin...... inn í skógi......hvar er tjaldið...... vonandi skemtir þú þér vel!
Leti
Ég er ekki að lesa og ætti svo að vera að lesa. Þessar stefnur, straumar og allir þessir kallar sem þurfa að muna einungis um 3 konur eða svo. Ég sem meira segja „sendi“ Jens að spila, ekki það að hann þurfi yfirleitt mikla hvatningu við. Veit ekki hvað ég að gera við mig. Kannski er þetta eitthvað svona dult dæmi að ekki ná að fara yfir allt efnið því einhverja afsökun verð ég að hafa fyrir því að fá ekki betri einkunn........ eða hvað!
varist gæsaflug......
föstudagur, maí 10, 2002
Vorblíða í próflestri
Ég verð nú bara að segja það að mér finnst ekki hafa verið þessi bongó blíða undanfarna daga sem ég hef verið að lesa undir próf. Það finnst mér nefnilega yfirleitt alltaf einkenna próflestur að veðrið úti hefur verið alveg þvílíkt gott en ég hef ekki fundið fyrir því. Það eina sem hefur virkilega pirrað mig stundum undanfarna daga í próflestri eru krakkarnir á leikskólanum. Ótrúlegt að þau öskri bara til þess eins að öskra. Stundum eru fóstrurnar ekkert betri og eru að öskra líka. Það er sko ekkert sældarlíf að búa við hliðina á leikskóla.
Jens var himinlifandi yfir Star Wars í gær, tjáði mér það að hann mundi sko koma með mér þegar ég færi að sjá hana, þá hef ég að minnsta kosti bíófélaga :) vona bara að hann bjóði mér.
halda áfram að lesa.......
fimmtudagur, maí 09, 2002
Ein ég sit heima
Jamm ég sit ein heima og ætti að vera að lesa undir próf núna en er í smá pásu núna sem kannski er búin að standa full lengi yfir. Allavega þá er Jens að fara á Star Wars forsýningu í kvöld....... buuhuu og ég sit heima og les undir próf. Haldið að það sé nú. Reyndar er þetta svona feðgadæmi, Jens er að fara með pabba sínum og bróður í bíó.
Lesturinn hefur gengið aðeins betur í dag heldur en í gær, reyndar ekki enn búin með lágmark lesskammtinn en ég ætla að hafa þetta. Virðist þó vera að ég verð að lesa eitthvað langt fram á kvöld. Prófið er síðan 11.maí og er síðasta prófið mitt jíibbíi allavega þangað til í desember ;) En ég hlakka til laugardagsins og liggur þar fleira á bakvið heldur en próflok ;)
lesa lesa lesa
Einbeitningaskortur
Ég þjáðist af miklum einbeitningaskorti í gær sem gerði það að verkum að ég las afskaplega lítið og það sem ég las man ég ekki svo vel eftir. Ég kannski tók mig ekki sterkum tökum í sambandi við lærdóminn en hugurinn var hinsvegar á fullu en í allt öðrum málefnum. Ég var mikið að hugsa um hvað ég ætti að gera í sambandi við Bs verkefnið mitt en er bæði og komin á niðurstöðu sem ég geri en það er samt alltof erfitt að taka afgerandi afstöðu. Ef ég ákveð að fresta Bs ritgerðinni minni þá upplifi ég það pínku eins og ég hafi gefist upp og mér líkar það engan veginn. En ef ég held áfram með ritgerðina og stefni á að klára hana þannig að ég muni útskrifast í júní þá er ég samt sem áður hrædd um að þetta verði ekki alveg nógu vandað verk og framsetning á kortinu verði ekki alveg jafn góð og skemmtileg eins og það gæti verið. Það segir sig sjálft hvað ég eigi að gera en....... það er svo erfitt!
Eða þá að ég er að gera þetta svona erfitt fyrir sjálfri mér.
Í önnur mál þá var ég að skoða heimasíðuna hans Árna en hann er búin að setja upp nýja könnun og hún er snilld, hvet þig til þess að fara og kjósa um það hvort hann eigi að byrja að blogga eða ekki.
að vera eða vera ekki
miðvikudagur, maí 08, 2002
Taktu þátt í spurningakönnun, ég var að reyna að setja þetta hérna til hliðar en íslensku stafirnir eru í einhverju fokki :( og ég nenni ekki að reyna að finna út úr því núna enda ætti ég líka að fara að hunskast til þess að lesa eitthvað.
taktu þátt
Erfið ákvörðun!
Núna stend ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun í sambandi við Bs ritgerðina mína. Annarsvegar að fara á fullt að skrifa þegar ég er búin í prófum og skila henni þannig að ég nái að útskrifast í júní eða þá að bíða með það þangað til í haust og hafa vettvangsvinnuna veglegri og vinna að henni í sumar. Skynsemin að hluta til segir mér að bíða með hana og vinna að henni í sumar enda vil ég líka gera þessa ritgerð góða en svo er líka annað að ef ég klára ekki núna þá eigi þetta eftir að dragast og lendi í vandræðum með LÍN og svona....... hefur þú einhverja ráðleggingu handa mér? Allar uppástungur vel þegnar :)
Gærdagurinn
Setti mér takmark í gær hvað ég ætlaði að lesa mikið og það tókst áður en Jens kom heim :) annars er ég farin að fíla mig eins og húsmóðir þessa dagana og það er ekki góð tilfinning. (NB! Ég hef ekkert á móti húsmæðrum) Af hverju? Jú vegna þess að Jens er farinn að vinna núna og vinnur langan vinnudag og þess vegna hefur það núna síðustu daga ég ein sem hef tekið ákvörðun um hvað eigi að hafa í kvöldmat og verið byrjuð að elda þegar hann kemur úr vinnunni. Svo fór ég líka ein út í Bónus um daginn og þvílíkur hryllingur.
En eftir kvöldmat í gær var ég líka þrældugleg en reyndar ekki við lesturinn. Vinur hans Jens var að flytja og ég ákvað að fara yfir og hjálpa þeim þar sem ég var búin að ná takmarki mínu með lesturinn ákvað ég að „verðlauna“ sjálfa mig með því að fara aðeins út og hreyfa mig. Það var heldur betur hreyfing í lagi því þau bjuggu á þriðju hæð og þurfti því að ganga upp og niður þessar blessuðu tröppur. En ég býst við að ég hafi bara haft gott af þessu öllu saman.
veit ekki mitt rjúkandi ráð........
mánudagur, maí 06, 2002
Áskorun!
Ég var að skoða heimasíðuna hans Árna aftur en greinilegt er að hann er ekki mikið að lesa undir próf......... kemst upp um þig kallinn minn. Því núna þá er svona hreyfimynd á það er að segja þar sem hann er að telja niður í dagana þar sem Jens á afmæli það hreyfist fram og tilbaka. Kallast það þá ekki hreyfimynd?
Allavega hér með ætla ég að skora á Árna að byrja svona vefleiðara bara fara inn á blogger.com og start new account :)
Ekki hefur miklu verið áorkað í dag og er helst til um leti að kenna eins og svo oft áður. Var reyndar þreytt þegar ég kom heim úr prófinu í dag þannig að ég kíkti i rúmið í smá stund en svo hef ég verið að prenta út glærur sem voru í námskeiðinu í vetur og svona skipuleggja. Ég er reyndar held ég ekki eins slæm og Sigga vinkona við skipulagninguna hehehe því hún virðist stundum taka meiri tíma í að skipuleggja námsefnið og glósur heldur en að lesa fyrir prófin. Smá skot á þig Sigga mín ;)
bara drífa þetta af.......
Tvö búin, eitt eftir + ritgerð!
Var að klára enn eitt prófið og vil sem minnst um það segjar. Reyndar finnst mér líka oft að segja hvernig mér gekk í prófum sérstaklega þar sem ritgerðaspurningar eru því mér gengur yfirleitt ekki vel í þeim :(
Allavega þá er eitt próf eftir, ætla samt að taka pínku ponsu hvíld því ég er svo þreytt núna og byrja svo á fullum krafti.
Skoðaði heimasíðuna hans Árna í gær og sá að hann var að telja niður í afmælið hans Jens :) en hann er að verða 25 ára.
Og áfram heldur svo....
sunnudagur, maí 05, 2002
Helgin
Fullt að gera um helgina og lá við að ég hefði ekki tíma til þess að lesa undir próf. Á föstudagskvöldið ákváðum ég og Jens að skella okkur í bíó á Spiderman sem var mjög góð
NB! Jens fannst hún bara ekki geta verið betri.
Á laugardeginum þá var verið að opna ljósmyndasýningu á vegum Fókus klúbbsins en hann Birgir er í klúbbnum og er með þrjár myndir á sýningunni. Þannig að ég fór þangað á opnunina sem mér var boðið á :) var mjög fínt og margar mjög góðar myndir þarna. Ekki skemmdi heldur fyrir að veitingar voru í boði. Mamma bauð síðan mér og Jens í mat á laugardagskvöldinu sem ég reyndar eldaði og var bara mjög fínt þó ég segi sjálf frá. Eftir matinn og meltunina þá fórum við í partý til Siggu sem var að halda upp á afmælið sitt sem var 29. apríl en partýið var haldið hjá henni Aldísi. Reyndar stoppuðum við ekki mjög lengi þar sem ég átti að vera heima og lesa undir próf. Leiðindartími til þess að eiga afmæli á ;-) en þessi fær maður víst ekki ráðið.
Á sunnudeginum vaknaði ég sem betur fer fyrir hádegi til þess að lesa og gekk ágætlega. Mamma hringdi svo til þess að bjóða okkur í vöfflur og rukka okkur um bílinn en ég var búin að vera á honum alla helgina. Eftir vöfflur var síðan haldið heim á leið til þess að halda lestri áfram sem hefur gengið svona upp og ofan.
Núna er ég í pásu sem reyndar hefur staðið kannski full lengi, en eins og vanalega þegar ég er á netinu þá kíki ég á nagportalið eftir að hafa skoðað póstinn minn til þess að sjá hvort einhverjir hafa vefleiðarar hafa skrifað eitthvað skemmtilegt. Svo skemmtilega vildi til að ég las vefleiðarann sem heitir Valur. Þar voru nýkomnar myndir inn hjá honum sem ég ákvað að kikja á og rakst ég þar á myndir af Ellen systur og Atla kærasta hennar í partýi.
Lítill heimur.
Afmælisóskir!
Dagný Ósk dóttir hennar Sólrúnar vinkonu og Bjarna unnusta hennar var 1 árs í gær. Til hamingju með afmælið Dagný (of lítil til að lesa en...) og til hamingju með dóttur ykkar :).
Lestur heldur áfram
föstudagur, maí 03, 2002
Heiðdís á afmæli í dag
Hún Heiðdís vinkona á afmæli í dag.
Til hamingju með afmælið Heiðdís mín og vonandi áttu góðan dag.
partý partý partý!
Og þá veit ég það!
Eftir sex ár þá hugsanlega veit ég hvað var að hrjá mig þegar ég svona skyndilega lamaðist öðrum megin í andlitinu í maí 1996. Fór til heimilislæknisins sem gat ekkert gert og vissi ekkert en sendi mig upp á bráðamóttöku þar sem margir læknar vildu skoða mig og sjá en höfðu ekki hugmynd um neitt og sendu mig heim. Loksins frétti háls-, nef og eyrnalæknir um mig í gegnum vinnufélaga pabba og vildi endilega að ég færi í súrefniskútinn upp á Borgarspítala. En þessi súrefniskútur er m.a. notaður fyrir kafara sem fá kafaraveikina. En samkvæmt vefleiðara sem ég var að lesa, en bróðir hennar að því virðist var að fá sama sjúkdóm og ég fékk, þá heitir hann Bell´s Palsay.
Það er þó ágætt að læknar viti hvað þetta er í dag. Þetta var fremur óþægilegt og lét ég ekki sjá mig utandyra í nokkra daga. Var nýbyrjuð að vinna á nýju Gistiheimili og við vorum að taka það í gegn þegar ég lamaðist í andlitinu. Ég fékk þá frí þangað til ég skánaði. En ég var komin viku síðar til vinnu en það tók alvega heilan mánuð að verða betri, meðan þá var tal mitt skrýtið, var pínku þvoglumælt. Ég skammaðist mín frekar mikið þegar ég var að reyna að tala við gesti gistiheimilisins. Reyndar þá var ég á næturvöktum fyrst um sinn sem var fínt.
Linda allta að læra eitthvað nýtt!
fimmtudagur, maí 02, 2002
Eitt búið!
Þá er mitt fyrsta próf vorsins lokið, ætla ekkert að kommenta á það hvernig mér gekk hins vegar fengum við verkefnin í hendurnar sem við höfum unnið í vetur og það var bara súper. Reyndar er kortið inn í því sem ég ætla að nota í Bs ritgerðinni minni og það er öðruvísi en ég bjóst við. Já ég veit ég gerði það og ætti að vita hvernig það er en hins vegar að sjá það á prentuðu formi en ekki í tölvuskjá er allt allt öðruvísi.
Nú eru tvö próf eftir og ritgerð............ ég hlakka svo sannarlega ekki til næstu viku.
og þá er bara að herða upp hugann og halda áfram
1.maí
Ég fór að ég held fyrsta skipti í dag í 1.maí kaffi. Ég hef ekki farið í kröfugöngu á fyrsta maí og yfirhöfuð þá bara man ég ekki hvað ég hef verið að gera á fyrsta maí, jú í fyrra var ég að lesa undir próf eins og ég átti að vera að gera í dag. En hvað gera ekki blankir og svangir háskólanemar til þess að fá sér að borða :) Jens var reyndar hræðilega hneykslaður á mér að hafa aldrei farið í kröfugöngu, reyndar fór hann ekki núna heldur fórum við einungis í kaffið hjá BSRB. Ég var reyndar mjög tvístígandi hvort ég ætti að fara. En ég sló til og fór með Jens og viti menn við stóðum þvílíkt út úr, ekki bara það að ég kom þarna eins og sauður í jogging buxunum og flís peysu (maður þarf ekki að dressa sig upp fyrir próflestur) meðan allir hinir voru svona frekar fín þá gat ég ekki séð nokkurn þarna á okkar aldri. Það var eldra fólk og svo börn sem voru á svæðinu og stungum við svo sannarlega í stúfa við alla hina. Það sem var á boðstólnum var ekki svo slæmt og gátum við seðjað okkar sárasta hungur þarna. Svona til þess að vera ekki alslæm þá mun ég líka vera í BSRB í sumar þar sem ég verð landvörður.
Sigurrós
Við vorum að ákveða í dag að skella okkur á tónleikana með þeim sem eru 24.maí á Listahátiðinni og nú er bara að vona að við fáum miða.
Ég ætla að reyna að halda próflestri áfram!
þreytt