BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, september 30, 2007

Rúmið mitt

Þvílíkur munur að sofa í rúmi og í rúmi sem er breiðara en 90 cm.

Tala nú ekki um að nú lítur svefnherbergið mitt út fyrir að vera svefnherbergi en ekki einhver kompa. Finn nefnilega alveg stórmun á herberginu :) ótrúlegt en satt.

Svo kemur rúmið ekkert svo illa út - er alveg sátt við það.
###

Jæja að komast frá skerinu var alveg ágætis tilbreyting. En að þessu sinni var líka alveg ágætt að koma heim en held það hafi mest verið vegna stress útaf skólanum.

Komst líka ágætlega af stað í jólagjöfum - já ég minntist á jólin. En gott að það séu komnar nokkrar í hús.

Það sem ég á eftir að sakna frá Rúmeníu eru allir sætu strákarnir - eitthvað sætt til þess að horfa á ;) hahahahaha

fimmtudagur, september 27, 2007

Matur í Rúmeníu

Það er ekki hægt að segja að hægt hafi verið að hrópa húrra fyrir matnum sem við fengum í Rúmeníu.

Á kvöldin þegar við komum á hótelið var "spennan" yfirþyrmandi hvað við mundum fá í matinn og hvort það yrði ætt.

Maturinn var meira segja svo skemmtilegur að einn Tékkinn tók mynd af disknum sínum :) - einum íslenskum landverði varð að orði að þetta væri eins og að borða krabbamein. Fannst það reyndar svoldið fyndið.

Það var mikið af svínakjöti sem við fengum, fyrsta kvöldið var líka svoldið spes. Fengum forrétt sem var eitthvað kjöt (sennilegast svínakjöt), eitthvað eins og sviðasulta og svo tómatar og hálfur hrár laukur.

Vorkenndi þó grænmetisætunum meira því þeirra matur var yfirleitt bara eins og okkar nema búið að taka kjötið frá og þá var voða lítið eftir. Seinasta kvöldið var til að mynda kjúklingur, hrisgrjón og sósa. Ég sat með einni grænmetisætu við borðið og þegar við fengum diskana þá grínuðumst við grænmetisætan á því að hún mundi fá alveg eins nema kjúklinginn.... and guess what. Það var það sem hún fékk.

Það var ekki annað hægt en að hlæja.
###

Að öðrum óspurðum þá er ég komin með rúm og mun sofa í rúmi í nótt heima hjá mér. En hef ekki sofið í rúmi heima hjá mér í heilt ár.

miðvikudagur, september 26, 2007

Red & Yellow Trail

Jæja - áfram heldur Rúmeníusagan.

Daginn eftir þennan erfiða og langan dag var aftur haldið út - og í þetta skipti red trail.

Ég ákvað að fara með því fyrsta stopp var gestastofan fyrir þjóðgarðinn og mig langaði að sjá gestastofuna (visitor center).

Eftir þetta fyrsta stopp var haldið á staðinn þar sem gangan byrjaði en fyrst þó komið við á kaffihúsi þar sem margir fengu sér kaffi. En bara gangan þangað upp tók mikið á þrekið mitt og ég fann að ég hafði enga orku. Enda kannski ekkert skrýtið eftir að hafa ekkert borðað deginum áður og ekki búin að ná upp orkunni.

Ég var því eiginlega ákveðin að vera bara eftir á kaffihúsinu því ég vildi ekki vera að tefja hitt fólkið og var næsta viss um að ég mundi bara ekki komast á leiðarenda - langaði heldur ekkert til þess að vera svona veik eins og deginum áður.

Lét norska skiptilandvörðinn vita (landvörður sem var að vinna í Rúmeníu í mánuð)að ég ætlaði að verða eftir, en stuttu seinna sannfærði Florin rúmenski landvörðurinn mig um að koma minnsta kosti að þar sem byrjunin á gönguleiðinni væri sem ég og gerði.

Þessi ganga virtist vera mun betri en sú fyrri - bæði meiri upplýsingar, sáum hvað landverðirnir eru búnir að vera að gera varðandi gönguleiðina og fleira. Eftir að ég var komin þarna ákvað ég að halda smá lengra áfram en snúa við áður en yrði of erfitt.

En það kom líka að því að ég sneri við og tók minn tíma á niðurleiðinni að skoða upplýsingaskiltin og fleira. Þegar ég var komin á kaffihúsið þá var Florin komin þangað til þess að undirbúa kynningu sem hann ætlaði að hafa fyrir okkur. Það leið síðan ekki að löngu þar til fyrsta fólkið kom tilbaka.

Nema þessi ferð var ekki alveg áfallalaus - því enskur landvörður slasaði sig, sneri einhvern veginn upp á fótinn og þurfti að haltra niður.

Þegar komið var á yellow trail sem var þriðji útidagurinn þá var ég orðin mun hressari og gekk þá leið - enda ekkert val um það þar sem í þetta skipti enduðum við ekki á sama stað og við byrjuðum. En leiðin var ekkert brött og var bara mjög góð ganga og skemmtileg í gegnum skóg og svo í gegnum rúmenskt þorp. Greyið enski landvörðurinn sem slasaði sig deginum áður hafði ákvað að koma með og vissi ekki að við myndum ekki enda á sama stað og við byrjuðum á og því neyddist hann til þess að haltra alla leiðina. Þvílíkur dugnarðu.

Fyndnast fannst mér samt að þegar við vorum að ganga að kastalarústum að stuttu eftir að ég kom þangað þá birtist hann - hann er semsagt álíka hraður og ég þegar hann er haltur. hmmm....

Þessi ganga var líka fínn og endað í öðru visitor centri þar sem boðið var upp á local pulsur - voru frekar sterkar.

Þannig að hefði ég mátt velja og að sjálfsögðu vitað fyrirfram hvernig ferðirnar yrðu þá hefði verið best fyrir mig að byrja á rauðri, svo gulri og endað á bláau. Þá hefði ég sennilegast getað farið í þær allar.

En þetta var samt gott og skemmtilegt að vera svona úti og fá reynsluna og sjá umhverfið sem landverðirnir vinna í í Retezat þjóðgarðinum. Miklu skemmtilegra heldur en við hefðum verið inni allan tímann og bara fengið power point kynningu.

Virðist líka vera sammerkt með landvörsluna í Rúmeníu og á fleiri stöðum er ruslatínsla. Það var alveg ótrúlega mikið af rusli allsstaðar á leiðinni í göngunni og sígarettustubbum. Alveg sorglegt alveg hreint.

Reyndar sá maður líka í þorpunum og bæjum að yfir höfuð að sorphirða er eitthvað sem þarf að komast í betra horf hjá þeim. Svo virðist bara sem fólk setji ruslið bara út fyrir dyrnar hjá sér og ekki söguna meir.

þriðjudagur, september 25, 2007

Komudagur og Blue Trail

Það er sko ekki hægt að segja að hafi verið nein lognmolla í Rúmeníu og þetta byrjaði ekki vel hjá mér.

Þegar við komum á hótelið okkar í Hunedoara snemma morguns þá horfðum við upp á manneskjuna í móttökunni klúðra hlutunum. Sem endaði á því að ég fékk ekki single herbergið mitt :( - heldur endaði í herbergi með einni íslenskri sem ég var ekki sátt við því ég hafði pantað og borgað single herbergi.

Rúmensku landverðirnir sögðust ætla að redda málunum og með því fór ég upp í herbergi með draslið mitt, ég fór síðan aftur út en herbergisfélaginn lagði sig. Stuttu seinna kom ég aftur og fór í sturtu og svo í rúmið að leggja mig aðeins. Nema ég heyrði þegar herbergisfélaginn fór fram úr, opnaði glugga og fór svo út og læsti.

Þannig að ég var læst inni í herbergi.

Ekki hægt að opna innan frá nema með lykli.

Varð frekar pirruð en ákvað að gera ekkert í málunum strax og reyna að leggja mig, einhverju seinna fékk ég sms frá íslenska hópnum um að koma niður að ganga frá einhverju.

En þar sem ég var læst inni komst ég ekki eitt né neitt. Var ekki með gsm númerið hjá herbergisfélaganum og sendi því sms til Ástu og Guðrún Láru um að finna hana til þess að opna "fjandans" dyrnar. Já ég var pirruð.

Stuttu seinna kom svo Ásta og herbergisfélaginn og mér var hleypt úr prísundinni - með engan húmor fyrir því sem hafði gerst.

En um hádegið fékk ég herbergið mitt og var mjög ánægð.

Þetta var mánudagurinn - dagurinn sem fólk var að tínast inn allan daginn en þriðjudagurinn er eftir.

Seminarið var skipulagt þannig að við vorum mest úti - fólkinu var skipt í þrjá hópa, bláa, gula og rauða hópa sem áttu að fara í 3 mismunandi ferðir - blue trail, yellow trail og red trail.

Ég var í bláa hópnum og við byrjuðum á að fara í blue trail á þriðjudeginum. Farið var í Retezat þjóðgarðinn og áttum við að ganga að stærsta jökulvatninu þeirra.

Farið var á 2 litlum rútum og Ungverjarnir sem voru með okkur í hóp fylgdu á jeppanum sínum. Stór rúta komst nefnilega ekki þessa leið.

Rútuferðin tók 3 klukkustundir - langar. Það var sól á leiðinni og heitt og við vorum með ekkert að drekka - áttum ekki að fá vatnsflöskurnar fyrr en á leiðarenda. Við vorum komin á leiðarenda um 12 leytið á hádegi, flest sársvöng.

En nei borðað skyldi við jökulvatnið - þar var áningastaðurinn og upp héldum við. Mér gekk alveg vel fram af en var að spara smá vatnið því við vorum bara með hálfan líter.

Þegar við vorum hálfnuð var farið að draga verulega úr mér og eftir að hafa verið svona í miðju hópsins varð ég öftust - varð síðan smá hvíldarstopp þar sem við gátum fyllt á vatnið okkar úr læk einum. Vatnið þar var mjög gott.

En eftir hvíldina héldum við af stað aftur og það án þess að borða nestið og klukkan milli hálf tvö og tvö. En dróst ég aftur úr og enn meira en áður því lengst af sá ég ekki fólkið í hópnum. Reyndar voru miklar hæðir en þau voru alltaf farin á næstu þegar ég var komin upp eina.

En það kom að því að ég ældi :(

Hélt samt áfram og tókst loks að komast á áfangastað - ábyggilega hálftíma seinna en allir hinnir.

Tími til þess að borða nestið - en ég hafði enga lyst á því en reyndi að pina ofan í mig nokkrum brauðbitum og drakk hellings vatn.

Síðan fóru nokkrir eldhugar upp á topp á fjallinu sem guidinn í okkar hóp sagði að mundi bara taka klukkutíma en það urðu þó nokkrir eftir þar á meðal ég.

Þau voru í 2 klukkustundir og á meðan ældi ég öllu því sem ég hafði innbyrgt.

Þegar þau voru komin niður aftur höfðum við bara um 50 mínútur til þess fara niður að bílastæðinu því rúturnar áttu að sækja okkum klukkan sex. Það hafði tekið mig um 2,5 klukkustundir að ganga upp.

Ég að sjálfsögðu varð síðan seinust og guidinn með mér að reyna að reka mig áfram. Ég stoppaði ekkert á niðurleiðinni en það tók mig lengur en 50 mínútur :)

Jæja þegar að rútunni kom þá var strax smalað inn og við héldum af stað.

Eftir smá tíma í rútunni var mér ekki farið að líða vel og sagði við Soffíu sem sat við hliðina á mér að biðja um að stoppa rútuna og koma sér frá.

Þvílík viðbrögð - hef bara ekki séð annað eins - fór út en gat ekki ælt. Mér var boðið framsætið sem ég ákvað að þiggja til þess að vera fljótari út.

Rútan þurfti að stoppa síðan tvisvar í viðbót og beið meðan ég ældi lifur og lungum út - nema hin rútan stoppaði líka og ungverjarnir á sínum bíl. Vorum nefnilega í samfloti :)

Á leiðinni tilbaka tókst mér líka að dotta aðeins nema hrökk alltaf upp þegar ég missti hausinn á aðra hliðina. Rúmeninn sem sat við hliðina á mér hefur ábyggilega orðið eitthvað leiður á því vegna þess að hann bauð mér öxlina sína. Voða almennilegur.

En já rútan tók 3 klukkustundir tilbaka líka og við vorum komin á hótelið klukkan hálf tíu um kvöldið og ég frekar glær og hafði ekki lyst á kvöldmat.

Landverjurnar mínar voru svo sætar að þær fóru út í búð fyrir mig, keyptu epli, kók og súkkulaði. Píndi ofan í mig epli og við það hresstist ég svona svakalega.

En mér finnst þetta heldur rótæk aðferð til þess að vekja athygli á mér.


Það má segja Rúmenunum til hróss að þeir voru snöggir að bregðast við eftir þennan fyrsta dag og sáu að þetta gengi ekki og breyttu flestum leiðunum þannig að hina dagana vorum við að koma á hótelið um hálf sjö til sjö á kvöldin og í ferðinni sem við fórum þá settu þeir hópana í marga jeppa þannig að ferðin yrði ekki 3 klukkustundir.

Meira seinna og já komnar myndir í myndaalbúmið mitt!

laugardagur, september 22, 2007

A lifi

Er komin aftur til Budapest eftir mjog vidburdarrika viku i Rumeniu - i Hunedora og Retezet National Park.

Hef fra morgu ad segja - aelusogum og meira.

En geri thad thegar eg kem heim!

hasta la vista

laugardagur, september 15, 2007

Budapest

Ja ja komin til Budapest og komin a netid.

Madur er natturulega ekki i lagi!

En gaerkvoldid var frodlegt- ekki annad haegt ad segja.

Komum eitthvad fyrir midnaetti og landverjurnar sem eru med mer vildu fara adeins ut.

Endudum a pobbi sem heitir old man's pub.

Var margt forvitnilegt ad sja - en aetli hapunkturinn hafi ekki verid ad sja eldri konuna froa unga manninum i saeti uti i horni.

Hafdi allavega gott utsyni yfir thad....

Eg fludi sidan um half fimm um morguninn upp a hostel medan gomlu konurnar urdu eftir.

Spurning hver er su gamla her :)

Svo er bara sightseeing um Budapest og meira a morgun og svo naeturlest annad kvold til Rumeniu!

later

fimmtudagur, september 13, 2007

Skólinn

Finnst alveg rosalega mikið af fólki á háskólasvæðinu - tala nú ekki um þegar ég fer í aðalbygginginguna. Heppin bara ef ég kemst áfram :)

Síðan er bara sjá hvort allt þetta fólk haldi út veturinn eða hvort þetta sé núna bara svona fyrst eftir að skólinn er að byrja.

Fór á aðalfund hjá nemendafélaginu hjá okkur áðan - var nú frekar fámennt en víst fleiri heldur en voru í fyrra. Búið að kjósa í nýja stjórn og lítu út fyrir að verði eitthvað félagslíf í vetur.

Verkefni hrúgast inn og ég er strax orðin eftir á og ekki enn farin einu sinni út ;) en hef það góðan kennara að hún sagði mér bara að skila þegar ég kæmi heim phewwww. En núna er ég búin að vera eyða skógunum með þvílíkum útprenti. Verð nefnilega að hafa með mér eitthvað lesefni.

Nóg af flugferðum og svo líka sex tíma lestarferð sem ég ætti að geta nýtt eitthvað að viti.

En jæja þá er það landvarðamyndin í kvöld svo bara skella sér í flugvél á morgun og halda til Búdapest.

en já - læra núna!

þriðjudagur, september 11, 2007

Sveit í borg

Já margir vilja vera í hálfgeri sveit í borg - það er að segja að hafa mikið rými í kringum sig.

Eitthvað hafa borgaryfirvöld tekið þessu svoldið bókstaflega í hverfinu mínu - eða í götunni fyrir "ofan" götuna mína - þar sem ég tek strætó.

Skítalyktin þar er rosaleg enda búin að dreifa skít meðfram umdeilda hljóðmúrinum.

Í morgun þegar ég beið eftir strætó var ég að reyna að greina skítalyktina og hallast meira að kindaskít heldur en hrossaskít.

Lyktin minnir nefnilega meira á þegar maður fer í fjárhús frekar heldur en hesthús.

###
Þess má geta að ég fann út hvernig átti að prenta út af þessu word skjali sem ég var með svona mínútu eftir að ég skrifaði fyrra bloggið.

jaherna her

Nú er það slæmt.

Verulega slæmt.

Kann ekki að prenta út word skjal......

Útlitið á word skjalinu er svoleiðis allt öðruvísi en þetta sem ég er búin að venjast og ég bara get ekki fundið hvar ég ýti á print.

Hjálp!!!

sunnudagur, september 09, 2007

The Thin Green Line - Heimildarmynd um störf landvarða

Fimmtudaginn 13. september kl. 20 stendur Landvarðafélag Íslands fyrir sýningu á heimildarmyndinni „The Thin Green Line“ sem fjallar um störf landvarða víðsvegar um heiminn. Sýningin fer fram í Norræna húsinu og verður höfundur myndarinnar viðstaddur og svarar spurningum að lokinni sýningu.
Ástralski landvörðurinn Sean Willmore seldi bílinn, veðsetti húsið og ferðaðist til 19 landa í 6 heimsálfum með það að markmiði að festa á filmu fólkið sem oft og tíðum leggur líf sitt í hættu við að vernda umhverfi og dýralíf á mörgum af fallegustu stöðum heimsins.

Myndin sýnir marga af fegurstu stöðum veraldar í nýju ljósi. Í stað hefðbundinna náttúrulífsmynda af villtum dýrum og stórbrotinni náttúru með sólarlagið í bakgrunni sjáum við raunveruleikann sem landverðir á þessu stöðum takast á við dags daglega. Myndin veitir innsýn í það mikla og fórnfúsa starf sem fjöldi fólks leggur á sig til að vernda náttúruna svo við getum öll notið hennar.

Þó svo að markmið landvarða um allan heim sé það sama, að vernda náttúruna, geta aðferðirnar til þess verið æði misjafnar háð aðstæðum á hverju svæði. Á meðan vopnaðir landverðir í Afríku kljást við uppreisnarmenn, veiðiþjófa og villidýr starfa kollegar þeirra í Chile í skugga eldgosa, snjóflóða og annarra náttúruhamfara. Sumstaðar í Evrópu er það hinsvegar helst slæm umgengni ferðamanna sem veldur landvörðunum áhyggjum. Sean Willmore komst oft í hann krappann á ferðum sínum og þakkar fyrir að vera á lífi í dag en myndin er tileinkuð landvörðum sem fórna lífi sínu við skyldustörf.

Myndin verður sýnd í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. september kl. 20:00. Húsið verður opnað kl. 19:00, miðaverð kr. 500. Allur ágóði af sýningunni rennur beint í sjóð sem styrkir landverði sem hafa slasast við skyldustörf sem og fjölskyldur þeirra sem hafa látið lífið í starfi.

Sjáumst!

laugardagur, september 08, 2007

Sveitaferð

Skellti mér í sveitaferð í morgun - alla leið út á Reykjanesið í Reykjanesbæ.

Jamm fékk boð að skoða tilvonandi hús vina.

Það verður bara að segjast að ég er búin að bjóða sjálfri mér í sturtu hjá þeim - hahaha sturtuhausinn er bara geðveikur en þarf svo sem ekkert að vera wierd að ég bjóði mér í sturtu þar sem ég gæti haft það fyrir afsökun að fara í heita pottinn líka :)

Meina segir sig sjálft - sturta fyrir og eftir pottinn.

föstudagur, september 07, 2007

Rúmið mitt

Búin að klúðra rúminu mínu :(

Fór í bílskúrinn hjá pabba í dag og klárað að pússa þetta blessaða rúm og byrjaði svo á að bæsa það.

Alveg hrikalega ljótt.

Sendi svo pabba sms um að ég væri búin að klúðra hlutunum - hann kom þá hlaupandi út í skúr mér að óvörum því ég hélt að hann væri ekki heima. Allavega kallinn sagði mér bara að fara aðra umferð sem ég og gerði en verð sennilegast að fara 1-2 í viðbót.

Rúmið er full dökkt og dekkra en ég vildi hafa það oh well.

Það sem ég lærði af þessu er að næst mun ég ekki segja já við að fá bleikt rúm aftur. Það sem það er bæði leiðinlegt að pússa og ég hef bara engan tíma fyrir það.

###
Vika þangað til ég fer til Búdapest og svo til Rúmeníu jeeiii

Samnemendur mínir ætluðu að hittast í kvöld á tónleikum niður í skóla, núna sé ég mjög eftir því að hafa ekki drifið mig - svona getur maður verið bölvaður asni.

miðvikudagur, september 05, 2007

Skóli og annað

Skólinn byrjaður á fullum krafti. Tekst að fara í allar byggingar háskólasvæðisins á þessari önn. Reyndar lítur út fyrir að okkur verði hent úr Lögbergi þar sem það er aðeins ætlað lögfræðinemum. hahaha

pfff.... hef síðan verið í vandræðum með að ákveða hvort ég eigi að taka vinnu sem mér bauðst því vinnan er nefnilega í Garðabæ en er að hugsa um að slá til.

Styttist óðum í Rúmeníu hjá mér - hitti landvarðagellur á mánudaginn þar sem við vorum að fara yfir málin en landvarðargæjinn komst ekki á fundinn. Er samt með hnút í maganum yfir þessri viku sem ég missi af í skólanum.

Var svo sniðug í gær að fara til pabba að pússa rúmið mitt - fór nefnilega á þeim tíma þannig að ég bauð mér í kvöldmat.... en já var að pússa líka.

Mikið ofboðslega er það leiðinlegt og er ekki að mastera þennan juðara, held það sé jafn þreytandi að reyna stjórna honum eins og pússa bara sjálfur :) en er allt að koma er bara smá pússerí eftir því pabbi tók víst á þessu líka og svo er bara að bæsa rúmið og koma því heim og saman.

jæja bullið búið í bili...

sunnudagur, september 02, 2007

Árshátið

Árshátið saumaklúbbsins var í gær - og heppnaðist bara alveg ágætlega.

Byrjað á fordrykk heima hjá mér þar sem sumir komu bara í þann mund sem við lögðum af stað á Eyrarbakka.

Pabbi var það góður að lána mér bílinn (sem reyndar Bjarni ók síðan) en allavega við vorum þá öll saman í bíl en leiðin lá út úr bænum. Er nefnilega ekki nægjanleg fjölbreytni í veitingahúsum í Reykjavík hahahha

En allavega fórum á Rauða Húsið á Eyrarbakka.

Var voðalega notaleg stemming og maturinn fínn - reyndar var kjötið mitt full rautt miða við það sem mér líkar.

Eftirrétturrinn var þrusugóður.

Mér brá hinsvegar í brún þegar heim var komið því það var kveikt á kerti inni í stofu og það var farið yfir allt áður en við fórum út úr húsi.

Myndir komnar í myndaalbúmið mitt :) - stelpur ekki hafa áhyggjur, albúmið er læst og setti ekki inn "vondar" myndir.

En hlakka til árshátíðar að ári....