Söknuður
Ég er uppfull af söknuði núna!
Geri voða lítið annað en hugsa tilbaka, hugsa þegar ég var nákvæmlega að láta draum rætast.
Já mig langar tilbaka til Ástralíu og Nýja Sjálands.
Þægindin við að geta hoppað bara í létt föt og thongs (bandaskó). Ok var reyndar ekki mikið í thongs í Nýja Sjálandi.
Þægindin við að gera nákvæmlega það sem mér datt í hug þann daginn :)
Gleðin við að sjá og upplifa eitthvað nýtt.
Sjá fegurðina í umhverfinu.
Já ég skal fara aftur!
laugardagur, febrúar 10, 2007
Birt af Linda Björk kl. 22:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli