BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Námslán

Lengi ætlað mér að skrifa um þetta fyrirbæri sem námslánin eru en ekki annað hægt að segja en þau eru ótrúleg.

Grunnframfærsla sem hægt er að fá hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ef maður er á leigumarkaði eða býr í eigin íbúð er 87.400

Ég er í eigin íbúð og það verður að segjast að ég get ekki lifað á þessum pening - ég mundi einungis eiga nokkra þúsundkalla eftir þegar greiðsluþjónustan er búin að taka sitt. Ég íhugaði að hætta með tryggingarnar en ákvað að slíkt ætti ég ekki að gera þar sem það mundi kosta mig meira EF eitthvað skyldi gerast fyrir íbúðina mína.

Ég sótti um námslán þegar ég byrjaði í náminu og er ekki að fá full námslán því ég var greinilega svona tekjuhá á seinasta ári (2006) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið sex mánuði á því ári.

Það besta sem mér finnst hinsvegar í þessu er að ég er líka að borga niður námslánin sem ég tók í BS náminu. Þannig að ég er bæði að borga tilbaka ásamt því að ég fæ námslán í vor.

Jú jú það er hægt að sækja um niðurfellingu á að borga tilbaka námslánin ef maður byrjar á ný í námi EN þar sem ég var ekki í námi á haustönn þá er það ekki hægt. Verð nefnilega sýna fram á námsárangur á haustönn og það að ég sé í námi til þess að hægt sé að fella niður borgun á þessu ári.

Sorry en mér finnst þetta alveg bara ótrúlega bjánalegt - gerir manni alveg óherfilega erfitt fyrir að byrja á ný í námi og vera í námi.

Þetta er því alveg ótrúlegt fyrirbæri þessi námslán.

2 Mjálm:

Ella Bella sagði...

En kallinn í sjónvarpinu segir að námslán séu lífið !!!

en þar sem ég veit voðalega lítið um þessi mál en ég hef heyrt að það sé bara bölvað vesen frá a til ö, fyrst eru þau skuggalega lág, svo er vesen að fá rétt borgað og fá borgað bla bla bla.

Hlakka ekki til að fara í þennan frumskóg

Linda Björk sagði...

jamm - en hinsvegar þegar ég var í grunnnáminu þá var ég eitt ár sem ég var bara á námslánum og ekkert að vinna og það gekk alveg upp!