BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Vesen

Arrggg - ljósapera fór hjá mér um daginn og í dag ætlaði ég að skipta um peru. Sem ég og gerði.

Það virkar ekki - ekkert ljós kom :(

Hringdi í pabba

setti aðra peru í en ekkert ljós kom.

Þoli ekki svona vesen sem ég get ekki leyst sjálf, þannig að pabbi ætlar að vera svo góður að kíkja á þetta á næstunni.

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Námslán

Lengi ætlað mér að skrifa um þetta fyrirbæri sem námslánin eru en ekki annað hægt að segja en þau eru ótrúleg.

Grunnframfærsla sem hægt er að fá hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ef maður er á leigumarkaði eða býr í eigin íbúð er 87.400

Ég er í eigin íbúð og það verður að segjast að ég get ekki lifað á þessum pening - ég mundi einungis eiga nokkra þúsundkalla eftir þegar greiðsluþjónustan er búin að taka sitt. Ég íhugaði að hætta með tryggingarnar en ákvað að slíkt ætti ég ekki að gera þar sem það mundi kosta mig meira EF eitthvað skyldi gerast fyrir íbúðina mína.

Ég sótti um námslán þegar ég byrjaði í náminu og er ekki að fá full námslán því ég var greinilega svona tekjuhá á seinasta ári (2006) þrátt fyrir að hafa aðeins unnið sex mánuði á því ári.

Það besta sem mér finnst hinsvegar í þessu er að ég er líka að borga niður námslánin sem ég tók í BS náminu. Þannig að ég er bæði að borga tilbaka ásamt því að ég fæ námslán í vor.

Jú jú það er hægt að sækja um niðurfellingu á að borga tilbaka námslánin ef maður byrjar á ný í námi EN þar sem ég var ekki í námi á haustönn þá er það ekki hægt. Verð nefnilega sýna fram á námsárangur á haustönn og það að ég sé í námi til þess að hægt sé að fella niður borgun á þessu ári.

Sorry en mér finnst þetta alveg bara ótrúlega bjánalegt - gerir manni alveg óherfilega erfitt fyrir að byrja á ný í námi og vera í námi.

Þetta er því alveg ótrúlegt fyrirbæri þessi námslán.

föstudagur, febrúar 23, 2007

Elda

Ég er farin að elda mun meira heldur en ég gerði áður fyrr sem er bara jákvætt og gott. En ég er farin að sjá einn stóran mínus við þessa eldamennsku dag eftir dag.

#&#% uppvaskið.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Keisari

Já já - ég er barasta búin að horfa á fæðingu litla frænda míns - eða þegar hann var tekin með keisara og ég gat horft á það.

Alveg hreint ótrúlegt.

###

Vakti lengi frameftir nóttu í nótt - komst að því að fréttablaðið kemur til mín klukkan 3.00 og gat því flett fréttablaðinu áður en ég fór að sofa.

Já já

Tæknin

Tæknin er undur og dásamleg oft á tíðum.

Er búin að sjá myndir af litla frænda mínum sem fæddis í Guatemala fyrir rúmum sólarhring síðan :). Einnig að tala við pabbann á msn sem er í þessum skrifuðum orðum að setja myndir á síðu barnsins.

Hlakka til að sjá fleiri myndir

update:
Litli frændinn er komin með heimasíðu og nafn. Búin að linka á hann Hallbjörn Victor og sjá fleiri myndir. Bíð nú eftir að videó komi inn af fæðingunni - þ.e.a.s. ef ég þori að horfa á hana ;)

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ýmislegt

Rupali mín á afmæli í dag - er 12 ára gömul snót.

Eignaðist víst frænda í gær út í Guatemala, Pétur frændi minn fékk víst ekki að vera viðstaddur fæðinguna. En til hamingju Pétur og Karina :) með nýja fjölskyldumeðlimin.

Fékk blóm :)

laugardagur, febrúar 17, 2007

Blóm

Mig langar í blóm.

Ekki pottablóm heldur afskorin blóm.

Þau ykkar sem hafa hugsað mér að gefa mér blóm þá kem ég ekki heim fyrr en seint á morgun.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Blöskrar

Ég viðurkenni það að ég versla ekki við ódýrustu matvöruverslun borgarinnar svona að jafnaði - fer í búðina sem er mér næst.

En mér blöskrar verð á tannþráð.

499 krónur.

halló hvað er það?

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Heimakær

Úff ég er orðin alltof heimakær - svona þegar ég læsi mig ekki úti ;)

Mér bauðst að fara á tvo staði í kvöld og var ég búin að ákvaða að fara á annan staðinn og orðin ágætlega spennt. Ég hinsvegar beilaði á báðum :(

Er líka að týna röddinni þannig að ágæt að taka því rólega í kvöld.

###

Farin að koma mér sífellt á óvart - í Perlunni var 4ja rétta máltíð og ég borðaði allt, var sjávarréttasúpa sem ég borðaði en reyndar skildi ég eftir fiskibitana en smakkað nokkra þeirra. Síðan var eitthvað paté sem ég smakkaði líka.

Veit ekki hvað er að gerast með mig hérna....

Er að spá í hvort ég hafi skilið eitthvað eftir af mér í ferðalaginu eða er þetta bara aldurinn!

mánudagur, febrúar 12, 2007

Perlan

Jæja búin að skella sér í Perluna að borða.

Mæli þó með að fólk komi í hlýjum fötum - og það var ekki einungis mér sem var kalt.

Fyndnasta atvikið þegar ein skellti sér undir blásarann á klósettinu til þess að hlýja sér.

En já maturinn var alveg góður líka og stór plús að þurfa ekki að borga fyrir hann heldur.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Söknuður

Ég er uppfull af söknuði núna!

Geri voða lítið annað en hugsa tilbaka, hugsa þegar ég var nákvæmlega að láta draum rætast.

Já mig langar tilbaka til Ástralíu og Nýja Sjálands.

Þægindin við að geta hoppað bara í létt föt og thongs (bandaskó). Ok var reyndar ekki mikið í thongs í Nýja Sjálandi.

Þægindin við að gera nákvæmlega það sem mér datt í hug þann daginn :)

Gleðin við að sjá og upplifa eitthvað nýtt.

Sjá fegurðina í umhverfinu.

Já ég skal fara aftur!

Merkilegt

Ég ætlaði mér nú ekkert að fjalla um Önnu Nicole Smith en stóðst ekki mátið þar sem ég var að lesa á mbl.is að það væri þriðji maðurinn kominn fram sem segist vera faðir dóttur hennar.

Hún var því bara nokkuð heppin.

Í mörgum tilfellum keppast nefnilega menn að því að neita að vera barnsfaðirinn sbr. Eddy Murphy og eitt spice kryddið. En þarna hafði Ann Nicole Smith tvo og svo var sá þriðji að bætast við.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Sveitaferð

Skellti mér í "sveitina" á mánudagskvöldið. Svei mér þá en ég held að ég sé að eldast, komum nefnilega heldur seint úr "sveitinni" og held að ég sé enn að líða fyrir það að hafa farið seint að sofa á mánudaginn.

###

Annars þarf ég mjög á hagfræðingi að halda - svona að minnsta kosti fram á vorið!

mánudagur, febrúar 05, 2007

Athugun

Eftir mjög svo óvísindalega athugun hef ég komist að niðurstöðu.

Þegar kalt er í veðri þá eru mjög margir sem koma í strætó með húfu. Líka spurning hvort húfu notkun landsmanna hafi ekki aukist.

Í nærri fullum strætó um daginn voru 13 manns sem ég gat talið í fljótheitum með heyrnartól í eyrum - í flestum tilvikum að ég held ipod.

Tónlistarhlustun landsmanna hefur aukist til muna eftir tilkomu ipod.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Deiliskipulag

Rakst á þetta skemmtilega deiliskipulag á vefnum bakkafjordur.is og fékk hana "lánaða" þaðan til þess að sýna á blogginum mínu :)

föstudagur, febrúar 02, 2007

Félagslíf

Félagslífið er farið að líða fyrir vegna vinnunar!

Ekki það að félagslífið hafi verið eitthvað mikið blómstrandi hahahaha

En annað skiptið í röð sem ég hef ekki komist að hitta samnemendur mína útaf vinnunni sem mér þykir mjög miður. Væri alveg til í að prófa hitta þau svona utan skóla.

En vonandi verður það næst - það er að segja ef þau fara ekki að hætta að láta mig vita hvar og hvenær þau hittast því ég mæti aldrei ;)