Gleðilegt nýtt ár
Mjálmið hans Vargs óskar öllum Gleðilegs nýs árs!
Með þökk fyrir það gamla.
föstudagur, desember 31, 2010
fimmtudagur, desember 30, 2010
Næst síðasti dagur ársins!
Jáhá, hef voðalítið annað að segja um þennan dag.
Svo fer bara að koma nýtt ár!
föstudagur, desember 24, 2010
þriðjudagur, desember 21, 2010
mánudagur, desember 20, 2010
laugardagur, desember 18, 2010
föstudagur, desember 17, 2010
Jólagjafaleiðangur
Fór í fyrsta skipti í Kringluna áðan síðan ég kom suður.
Hef ekki saknað þess.
Annars fór ég í jólagjafaleiðangur og kom jafn tómhent tilbaka og ég fór, nei það er reyndar ekki rétt. Fór ekki alveg tómhent því ég þurfti að fara með pakka til að senda og jólakort og það fór.
En já þá ákvað ég að vera aktívari hér inni og skrifa eitthvað í þeirri von að ég verði meira aktívari í öðrum skrifum ;)
fimmtudagur, desember 16, 2010
Lubbi
Það er ég!
Jamm komin með þennan ógurlega lubba, sem er alltaf að þvælast fyrir mér og í andlitinu. Akkúrat sem ég þoli ekki ;)
Sumir mundu segja við mig - farðu í klippingu!
Svarið: er að spara það :)
þriðjudagur, desember 14, 2010
mánudagur, desember 13, 2010
sunnudagur, desember 12, 2010
Jáhá
Langt síðan síðast!
Spurning hvað veldur, almenn ritstífla sem hefur víðtækari áhrif heldur en á bloggið mitt?
Spennuleysi!
Eitt er þó víst að færra er um myndefni eftir að ég kom í borgina, helgast kannski af sömu rútínu dag eftir dag. Hafði gert mér áætlun fyrir nokkrum dögum að taka "skemmtilega" mynd á símann og pósta á blogginu svo stæði ekki í gömlum færslum dag eftir dag en skortur á skemmtilegum myndefnum hefur gert vart við sig.
what to do what to do!
Einhverjar hugmyndir?
laugardagur, nóvember 27, 2010
Löt eða hvað?
Undanfarna daga hef ég ekki getað haldið mig almennilega við efnið, spurning hvort þetta sé leti eða bara almenn andleysi við skriftir. Er ekki komin með ógeð en leið á hversu hægt gangi. Finnst skemmtilegt og áhugavert það sem ég er að gera og get ekki beðið eftir útkomunni EN eitthvað erfitt að finna andann!
Hvað gerir maður þá?
mánudagur, nóvember 22, 2010
föstudagur, nóvember 12, 2010
föstudagur, nóvember 05, 2010
fimmtudagur, október 28, 2010
mánudagur, október 25, 2010
Kalt
Já mér er kalt - kemur kannski ekkert á óvart :)
En mér leiðist að vera kalt, sérstaklega þegar ég er innandyra. Þrátt fyrir allt er ég í ull og flíspeysu, vantar greinilega að vera með ullarsokkana og fara í ullarbusurnar líka, til þess eins að vera ekki kalt inni!
Reyndar er mér bara kalt fyrir neðan mitti, þar sem ullin hættir ;) en spurning um að fara að taka ullarsokka og teppi með sér.
brrrrrr
þriðjudagur, október 19, 2010
sunnudagur, október 17, 2010
Lokasprettur!
Jæja ég er komin "heim" úr útlegðinni, komin úr Mývatnssveitinni, komin "heim" úr sumarbústaðinum og komin frá Egilsstöðum.
Þá er það lokaspretturinn, veit ekki hversu langur hann verður en vonandi frekar stuttur. Er nefnilega ekki með gott þol ;)
Síðan er það stóra spurningin hvað tekur við en ætlunin er að einbeita mér að lokasprettinum svo ég geti klárað hann.
Koma svo!
föstudagur, október 08, 2010
fimmtudagur, september 30, 2010
þriðjudagur, september 28, 2010
Leynivinavikan
Góða menn ég virði vel
varast frekar hina,
held að kjafti hæfi skel
hvað er lífið án vina?
Einar Sigfússon. 1942 - |
föstudagur, september 17, 2010
Snjóföl
Þurfti að hreinsa snjó af bílnum mínum í morgun. Ætlaði mér að taka mynd og senda hingað inn máli mínu til stuðnings en því miður tókst ekki að taka mynd á símann minn :(
Það var hinsvegar hrím á grasinu og snjórinn er svo horfinn núna.
Er einmitt mikið búin að velta því fyrir mér hvort það verði snjór á leiðinni þegar tímanum mínum lýkur hér fyrir norðan sem er bara eftir ekkert svo marga daga.
sunnudagur, september 12, 2010
Tíu ár
Í dag eru tíu ár síðan ég byrjaði að blogga!
Shit
Að vísu misvirk í að skrifa á síðuna en ástæðan fyrir að ég þrjóskast að vera hérna áfram er því ég vil halda úti bloggi þegar ég ferðast og ég er svo sannarlega ekki hætt því.
Sólrún vinkona á líka afmæli í dag og sendi góða strauma til Kanada.
Í gær áttu svo Pétur bróðir og Pétur frændi afmæli.
T'iu ár!
mánudagur, september 06, 2010
Myndir
Búin að setja inn helling af myndum frá ferðum sumarsins á myndasíðuna mína.
Á enn eftir að setja inn fleiri myndir frá Mývatni, en það kemur með góðri tengingu.
Þangað til næst.
miðvikudagur, september 01, 2010
föstudagur, ágúst 27, 2010
Ferðasumar 2010
Mývatnssveit – Egilsstaðir – Skriðuklaustur – Höfn – Skaftafell – Lakagígar – Kirkjubæjarklaustur – Breiðdalsvík – Stöðvarfjörður – Fáskrúðsfjörður – Reyðarfjörður –Eskifjörður – Neskaupsstaður – Egilsstaðir - Hellisheiði eystri yfir á Vopnarfjörð – Bakkafjörður – Þórshöfn - Raufarhöfn – Mývatnssveit
Um 1700 km á þremur á hálfum degi
Gist: Tjaldsvæði á Höfn – Kirkjubæjarklaustri – Fáskrúðsfirði
Í tjaldi í 3 nætur án þess að vera kalt er magnað fyrir mig!
Ágætisferð en aðeins of mikið af akstri.
###
Annars er sumarið búið að vera fínt ferðasumar og búin að fara margt.
Fór yfir Sprengissand og ætlaði mér að gista í Nýjadal en hætti við þar sem var of hvasst þar og ég hafði ekki tjaldað tjaldinu mínu áður. En er líka fegin að hafa farið á þessum tíma yfir Sprengissand því árnar voru nokkrum vikum síðar orðnar erfiðar eða ófærar fyrir litla jepplinga. Leist heldur ekki á blikuna þegar ég kom að fyrstu ánni en hinumegin á bakkanum voru fjórir mótorhjólamenn og einn sem ákvað að láta vaða yfir og datt. Honum tókst að komast upp úr með hjólið með aðstoð hinna. Einnig tókst mér að fara yfir án skakkafalla.
Fór í fyrsta skipti í Vesturdalinn í Jökulsárgljúfrum og í Hljóðakletta, sá einnig Dettifoss vestur megin.
Einnig keyrði ég yfir Uxahryggi á leið minni frá Þingvöllum og út á Snæfellsnesið, búin að fara þangað tvisvar í sumar.
Fór líka upp í Herðubreiðalindir og Öskju en keyrði reyndar ekki þangað sjálf heldur fékk ég að sitja í með einum jeppatúrnum sem fer uppeftir. Var alveg frábært að fara þangað og finnst mér leiðin þangað skemmtilegri en Sprengissandurinn.
Er hrifin af hrauni :)
Tók upp þónokkuð af puttalingum á leið minni og fékk meðal annars upplýsingar um staði í Mexíkó til að heimsækja.
Ætlaði mér að reyna að fara í Grimsey, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð en spurning hvort það geymist þar til síðar.
Til Grenivíkur ætla ég að fara, renni þangað einhvern tímann á leið minni til Akureyrar!
fimmtudagur, ágúst 12, 2010
laugardagur, ágúst 07, 2010
fimmtudagur, júlí 22, 2010
laugardagur, júlí 17, 2010
laugardagur, júní 19, 2010
miðvikudagur, júní 09, 2010
miðvikudagur, maí 26, 2010
sunnudagur, maí 23, 2010
Heimsókn
Þessar komu og heimsóttu mig þegar ég kom heim áðan. Eigandinn sagði að þetta væri brauðrolla og því get ég útilokað dýrslega aðdráttarafl mitt. Annars átti ég góða menningarreisu til Akureyrar í dag, bæjarferðirnar eru samt æri kostnaðarsamar en núna i bókarkosti en ekki bónusferð :-) Tókst líka að fara í bíó en sundferð fór um þúfur.
þriðjudagur, maí 18, 2010
Sauðburður
Átti erindi inn á Egilsstaði um daginn og á leiðinni "heim" þá kom ég við í sveitinni hjá bróður mínum.
En fór í fjárhúsið með honum og sá að minnsta kosti 2 lömb koma í heiminn. Ég var svo lukkuleg að hafa myndavélina mína með og smellti af þónokkrum myndum sem þið getið séð í myndaalbúminu mínu. Þau ykkar sem hafa áhuga :)
mánudagur, maí 17, 2010
sunnudagur, maí 09, 2010
miðvikudagur, maí 05, 2010
þriðjudagur, maí 04, 2010
laugardagur, apríl 24, 2010
fimmtudagur, apríl 22, 2010
þriðjudagur, apríl 20, 2010
mánudagur, apríl 19, 2010
Netið
Eftir að ég kom hingað norður þá hefur uppáhaldssíðan mín eða minnsta kosti sú sem ég kíki oftast á verið Vegagerðin og upplýsingar þar um umferð og færð.
Ekki það að ég sé svona mikið á ferðinni en einhverra hluta vegna finnst mér þetta mjög nauðsynlegar upplýsingar. Svo næsta síða á eftir sem ég hef kíkt mikið inn á og ekki hefur verið áður ern veður.is og þá Mývatnsstöðin. Þar þarf ég til dæmist nauðsynlega að vita hversu kalt mér á eftir að verða ;) en svo reyndar er ekki eins kalt hér og fyrir sunnan þó mínusstigin séu fleiri.
Svo verður það að viðurkennast að ég er að verða hálf "ónýt" að vera netlaus heima hjá mér - það var allt í lagi fyrstu 2 mánuðina en er farið að segja svoldið til sín núna. Skelfilega er maður háður þessu neti.
föstudagur, apríl 16, 2010
Myndir
Þegar ég var fyrir sunnan tókst mér að setja inn eitthvað af myndum á myndasíðuna mína.
En ég er enn bara í febrúar - tókst semsagt ekki að láta inn allar myndirnar.
miðvikudagur, apríl 07, 2010
Svaðilför
Lenti í svaðilförum í dag. En ákvað að fara að Hverfjalli (Hverfelli) til að skoða skiltin þar. Það var mikil snjór á veginum en tókst að komast áfram alveg þangað til að ég týndi veginum. Var ekki viss hvar hann héldi áfram. Þannig að ég fór út úr bílnum til að átta mig og reyna að finna út hvar hann héldi áfram, steig nokkur skref og pomp. Ég með aðra löppina óní gjótu og finn enga fótfestu. Næ ekki að koma mér upp og hugsa um það að ef ég dytti alveg í gjótuna get ég ekki einu sinni hringt á hjálp því símarnir væru í bílnum. En mér tókst að krafla mig upp hinumegin en var ekki viss hvort snjórinn mundi láta undan eða hvort eitthvað fast væri undir. En það hélt og ég komst í bílinn og var fljót að koma mér í burt. Phew þetta var smá scary á tímabili.
þriðjudagur, apríl 06, 2010
fimmtudagur, apríl 01, 2010
mánudagur, mars 29, 2010
Veðurteppt
Var veðurteppt í morgun - ferlega skrýtið.
Grunaði svo sem þegar ég vaknaði í morgun (reyndar strax í gærkveldi) að ég myndi ekki komast í vinnu í morgun, að væri komin skafl við fjárhúsið. En ákvað samt að athuga og fór því á bílnum að fjárhúsinu og út þar að kanna málið áður en ég mundi æða yfir. Sumsstaðar náði skaflinn mér upp að hné og var ég nokkuð viss um að ekki tækist að fara yfir og ákvað því að snúa við. Hinumegin við skaflinn var maður sem lagði bíl sínum og fékk far með mér tilbaka þar sem hann var að fara ryja rollur í einu af fjárhúsunum (eru nokkur sko). Ákvað að senda svo sms í morgun til manns sem býr hinumegin við skaflinn og athuga hvort ég gæti fengið far með honum ef hann væri að fara út í þorp. Um tíuleytið þá brýtur hann sér leið yfir skaflinn og kemur alla leið heim að dyrum. Ég sem ætlaði mér nú að ganga yfir skaflinn þegar hann færi en til hvers að eiga jeppa á 35 tommum ef ekki er notað ;)
En allavega um þetta sama leyti þá er bóndinn á næsta bæ komin með snjóblásarann og ég ákvað því að bíða svo ég kæmist á mínum bíl í vinnuna.
Spurning síðan með næstu daga hvort ég geymi bílinn hinumegin við fjárhúsin - sennilegast ef það heldur áfram að snjóa og blása svona eins og gerði í nótt og í gær.
Mig langaði samt hrikalega að prófa og fara í gegnum skaflinn og athuga hvort ég kæmist en skynsemin tók yfirhöndina :(
En vantar skóflu!
laugardagur, mars 27, 2010
Vetrarfærð
Enn er vetrarfærð. Átti ágætis kaupsstaðarferð til Akureyrar þar sem ég var að byrgja mig upp fyrir páska og gesti. Það rann á mig eitthvert kaupæði og keyptar 2 bækur og mynd. Langaði að kaupa fleiri en hélt aftur að mér. Verð að geyma eitthvað fyrir þá næstu :-) Náði að kaupa 3 afmælisgjafir. Góður matur var snæddur á Bautanum í góðum félagsskap en var síðan rekin af stað í sveitina svo ég næði í björtu og áður en veðrið versnaði. Fínn dagur.
föstudagur, mars 26, 2010
Helgin
Seinasta helgi var fín fyrir utan smá atvik eða þegar Safír lét okkur fá smá áfall og var heppin að lifa fallið af.
Var heldur óhuggulegt!
fimmtudagur, mars 25, 2010
Pirringur
Það er einhver pirringur í mér.
Verð að losna við hann því ég nenni ekki að vera svona ;) - nenni ekki að vera pirruð og verð því pirraðri fyrir vikið að geta ekki losnað við pirringinn.
Talandi um vítahring.
hversvegna pirringur er - veit ég ekki.... eða minnsta kosti engin góð ástæða fyrir honum.
Urr.... verð að losna við þetta.
Góðar hugmyndir?
sunnudagur, mars 21, 2010
laugardagur, mars 20, 2010
mánudagur, mars 15, 2010
sunnudagur, mars 14, 2010
fimmtudagur, mars 11, 2010
Djammsleikur
Yndisleg helgi að baki í góðum félagsskap.
Skellti mér í borgina til þess að fara þaðan strax - stoppaði ekki klukkutíma!
Förinni var heitið í sumarbústað og var alveg stór skemmtileg helgi en þreytt - fór seint að sofa sem þýðir ekki endilega að ég vakni seint.... ónei klukkan átta er það heillin.
En orð helgarinnar var tvímælalaust: Djammsleikur
Já margt sem maður lærir og verður vísari að.
Flaug svo tilbaka norður á mánudaginn og fékk góðan félagsskap þar þrátt fyrir að hafa ekki hist í meira en ár! Alveg yndislegt.
Veturinn virtist hinsvegar alveg vera horfinn þegar ég kom tilbaka norður og gleymdi ég að kaupa skófluna - held líka að kóngulær séu eitthvað að ruglast því ég er búin að sjá tvær heima ásamt járnsmiði og svo henti ég einni út í vinnunni sem var eitthvað að þvælast fyrir mér. Finnst að hún eigi bara að vera á gólfinu ef hún vill endilega vera inni!
sunnudagur, mars 07, 2010
miðvikudagur, mars 03, 2010
þriðjudagur, mars 02, 2010
mánudagur, mars 01, 2010
Skafa
Ég hef nánast þurft að skafa bílinn alla daga síðan ég kom hingað utan örfáa daga í seinustu viku. Þvílíkur munur þá að geta bara hoppað upp í bíl og lagt af stað.
Í morgun þurfti hinsvegar að skafa enda líka frostið um 16 stig í morgun og fór hæst (að ég held) upp í 17 stigin. Það hefur nú reyndar lækkað um 10 stig síðan í morgun.
Var líka einstaklega bjartsýn í morgun, því um helgina var ekki það mikið frost að ég hugsaði með mér að kannski þyrfti ég ekki ullarfötin en ákvað að samt að tjekka á hitamælinum áður (frostamælnum) - sem betur fer þar sem það var yfir 10 stigin.
En veðrið hinsvegar alveg einstaklega fallegt, engin vindur, sólin skín og allt svo hvítt og fallegt hér í kring.
Næstum því alveg viss að ég ætlaði að skrifa eitthvað meira en bara man það ekki núna!
fimmtudagur, febrúar 25, 2010
Te
Held barasta að ég hafi aldrei drukkið jafn mikið te og þessa dagana.
Þrír bollar búnir fyrir hádegi í dag!
Ullarfötin, ullarsokkar, trefill og samt er ég inni.... jamm kuldaskræfan ég - enda fékk ég líka smá nett áfall þegar ég sá á þriðjudaginn að spáð væri 19 stiga frosti hérna á morgun, enn meira áfall þegar mér var sagt að aðfaranótt föstudags ætti að vera 33 stiga frost. Sem betur fer hefur spáin breyst og kuldinn ekki eins mikill.
Spennan á morgnana og eftir vinnu er í hámarki það er að segja hvort ég komist heimreiðina alla leið heim. En það snjóar í skafl við fjárhúsið en annars er vegurinn næstum auður. Hingað til hef ég sloppið en smá klaufaskapur og maður situr fastur. Þarf líka að fá mér skóflu, betra að hafa hana svona í bílnum.
En um helgina var ég stödd í bænum og skellt mér m.a. á tónleika með Emilíönu Torrini, var bara mjög sátt við tónleikana og hversu ræðin hún var. En yfirleitt finnst mér hún nefnilega ekkert ræðin á tónleikum.
Þegar ég flaug norður aftur var búið að snjóa töluvert og í keyrslu innanbæjar missti ég stjórn á bílnum og fór einhvern hálfhring á veginum og var alveg einstaklega heppin að hafa ekki mætt bíl. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti þvílíkt að telja í mig kjark að fara yfir Víkurskarðið og alla leið í Mývatnssveitina. Enda lá við að ég hoppaði út úr bílnum og stigi hamingjudans þegar ég var komin yfir skarðið en ákvað að bíða með hamingjulætin á leiðarenda.
en já spurning um einn tebolla í viðbót!