BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, apríl 07, 2010

Svaðilför


Lenti í svaðilförum í dag. En ákvað að fara að Hverfjalli (Hverfelli) til að skoða skiltin þar. Það var mikil snjór á veginum en tókst að komast áfram alveg þangað til að ég týndi veginum. Var ekki viss hvar hann héldi áfram. Þannig að ég fór út úr bílnum til að átta mig og reyna að finna út hvar hann héldi áfram, steig nokkur skref og pomp. Ég með aðra löppina óní gjótu og finn enga fótfestu. Næ ekki að koma mér upp og hugsa um það að ef ég dytti alveg í gjótuna get ég ekki einu sinni hringt á hjálp því símarnir væru í bílnum. En mér tókst að krafla mig upp hinumegin en var ekki viss hvort snjórinn mundi láta undan eða hvort eitthvað fast væri undir. En það hélt og ég komst í bílinn og var fljót að koma mér í burt. Phew þetta var smá scary á tímabili.

0 Mjálm: