
Enn er vetrarfærð. Átti ágætis kaupsstaðarferð til Akureyrar þar sem ég var að byrgja mig upp fyrir páska og gesti. Það rann á mig eitthvert kaupæði og keyptar 2 bækur og mynd. Langaði að kaupa fleiri en hélt aftur að mér. Verð að geyma eitthvað fyrir þá næstu :-) Náði að kaupa 3 afmælisgjafir. Góður matur var snæddur á Bautanum í góðum félagsskap en var síðan rekin af stað í sveitina svo ég næði í björtu og áður en veðrið versnaði. Fínn dagur.
1 Mjálm:
þurfum að fara að plana næstu helgi, mat og svoleiðis. Geri póst um þetta, nenni ekki að læra nefnilega :)
kv. ellz
Skrifa ummæli