Djammsleikur
Yndisleg helgi að baki í góðum félagsskap.
Skellti mér í borgina til þess að fara þaðan strax - stoppaði ekki klukkutíma!
Förinni var heitið í sumarbústað og var alveg stór skemmtileg helgi en þreytt - fór seint að sofa sem þýðir ekki endilega að ég vakni seint.... ónei klukkan átta er það heillin.
En orð helgarinnar var tvímælalaust: Djammsleikur
Já margt sem maður lærir og verður vísari að.
Flaug svo tilbaka norður á mánudaginn og fékk góðan félagsskap þar þrátt fyrir að hafa ekki hist í meira en ár! Alveg yndislegt.
Veturinn virtist hinsvegar alveg vera horfinn þegar ég kom tilbaka norður og gleymdi ég að kaupa skófluna - held líka að kóngulær séu eitthvað að ruglast því ég er búin að sjá tvær heima ásamt járnsmiði og svo henti ég einni út í vinnunni sem var eitthvað að þvælast fyrir mér. Finnst að hún eigi bara að vera á gólfinu ef hún vill endilega vera inni!
fimmtudagur, mars 11, 2010
Birt af Linda Björk kl. 16:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
já Linda takk fyrir skemmtilega helgi
Sólrún
Skrifa ummæli