BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 01, 2010

Skafa

Ég hef nánast þurft að skafa bílinn alla daga síðan ég kom hingað utan örfáa daga í seinustu viku. Þvílíkur munur þá að geta bara hoppað upp í bíl og lagt af stað.

Í morgun þurfti hinsvegar að skafa enda líka frostið um 16 stig í morgun og fór hæst (að ég held) upp í 17 stigin. Það hefur nú reyndar lækkað um 10 stig síðan í morgun.

Var líka einstaklega bjartsýn í morgun, því um helgina var ekki það mikið frost að ég hugsaði með mér að kannski þyrfti ég ekki ullarfötin en ákvað að samt að tjekka á hitamælinum áður (frostamælnum) - sem betur fer þar sem það var yfir 10 stigin.

En veðrið hinsvegar alveg einstaklega fallegt, engin vindur, sólin skín og allt svo hvítt og fallegt hér í kring.

Næstum því alveg viss að ég ætlaði að skrifa eitthvað meira en bara man það ekki núna!

0 Mjálm: