Te
Held barasta að ég hafi aldrei drukkið jafn mikið te og þessa dagana.
Þrír bollar búnir fyrir hádegi í dag!
Ullarfötin, ullarsokkar, trefill og samt er ég inni.... jamm kuldaskræfan ég - enda fékk ég líka smá nett áfall þegar ég sá á þriðjudaginn að spáð væri 19 stiga frosti hérna á morgun, enn meira áfall þegar mér var sagt að aðfaranótt föstudags ætti að vera 33 stiga frost. Sem betur fer hefur spáin breyst og kuldinn ekki eins mikill.
Spennan á morgnana og eftir vinnu er í hámarki það er að segja hvort ég komist heimreiðina alla leið heim. En það snjóar í skafl við fjárhúsið en annars er vegurinn næstum auður. Hingað til hef ég sloppið en smá klaufaskapur og maður situr fastur. Þarf líka að fá mér skóflu, betra að hafa hana svona í bílnum.
En um helgina var ég stödd í bænum og skellt mér m.a. á tónleika með Emilíönu Torrini, var bara mjög sátt við tónleikana og hversu ræðin hún var. En yfirleitt finnst mér hún nefnilega ekkert ræðin á tónleikum.
Þegar ég flaug norður aftur var búið að snjóa töluvert og í keyrslu innanbæjar missti ég stjórn á bílnum og fór einhvern hálfhring á veginum og var alveg einstaklega heppin að hafa ekki mætt bíl. Þetta gerði það að verkum að ég þurfti þvílíkt að telja í mig kjark að fara yfir Víkurskarðið og alla leið í Mývatnssveitina. Enda lá við að ég hoppaði út úr bílnum og stigi hamingjudans þegar ég var komin yfir skarðið en ákvað að bíða með hamingjulætin á leiðarenda.
en já spurning um einn tebolla í viðbót!
fimmtudagur, febrúar 25, 2010
Birt af Linda Björk kl. 13:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 Mjálm:
:ap er um að gera að keyra bara í fjórhjóladrifinu þegar það er svona vetrarfærð
kv
Ásta
málið er að ég var að keyra um í fjórhjóladrifinu þegar ég snerist. Þurfti nefnilega að komast úr bílastæðinu við flugvöllinn :)
má bjóða þér yogi calming te??
hefði þurft það eftir snúninginn :)
Skrifa ummæli