BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, febrúar 12, 2010

Hefðir

Bolludagur, sprengidagur og öskudagur nálgast óðfluga.

Undanfarin ár hefur mér alveg verið svo til sama hvort ég fengi bollu á bolludaginn, saltkjöt á sprengidag og verður bara að segjast alltaf pirrað mig á öskudeginum og Reykvíkingum ;)

Núna í ár er þetta öðruvísi farið - mig dauðlangar í einhverskonar bollur á bolludaginn, saltkjöt og þá sérstaklega uppstúf á sprengidag og gaman væri að vera á Akureyri á öskudag (en ekki raunhæft).

Lítur ekki út fyrir að ég hafi saltkjöt og uppstúf á sprengidag - of mikið vesen ;) en líka það að það þurfi hveiti og ég nota það aldrei annars og finnst mér það mikil sóun að kaupa helling af því til þess eins að nota smá. Og nei ekki mikil von að ég noti meira af því seinna meir!

Eigið góða helgi!

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Hef aldrei heyrt um saltkjöt og uppstúf saman... skrítið

kv. EMH

Linda Björk sagði...

Hvað borðar þú þá með saltkjötinu?