Kalt
Í gær var hlýjasti dagurinn hérna síðan ég kom, fór í plúsinn. En þrátt fyrir það var mér hreint ótrúlega kalt - sérstaklega þó í vinnunni. Mér hlýnaði ekki fyrr en ég fór að ganga og dagurinn í gær var með fallegt veður þrátt fyrir að væri skýjað og fallegt veður líka dagurinn á undan gærdeginum og þar á undan og undan honum ásamt deginum í dag.
Að vísu er ekki búið að vera skýjað í dag og hitinn komst aftur í plús þrátt fyrir það þurfti ég að skafa í morgun en bara örlítið.
Seinasta laugardag fór ég í bæjarferð til þess að byrgja mig upp af mat - er nefnilega að átta mig á því að ef skyldi koma eitthvað veður (snjókoma) þá gæti ég bara lokast inni og þá er verra að vera matarlaus ;)
Mögulega kannski bankað upp á næstu bæjum en vildi þó helst sleppa því.
En set kannski inn mynd af deginum í dag aðeins seinna - ótrúlegt en satt þá er ég oft farin að blogga og senda frá símanum mínum. Myndirnar sem hafa komið hér undanfarið eru allar frá símanum mínum.
fimmtudagur, febrúar 11, 2010
Birt af Linda Björk kl. 16:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Tæknin... gotta love it !!
kv EMH
Það er oft eins og þegar hitin er um frostmark þá sé kaldast ...kannski er það rakinn
ásta d
Skrifa ummæli