BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Námið mitt

Í einu faginu sem ég sit þá verða um 7 kennarar sem koma að því námskeiði og meðal annars fjöldi allur af hagfræðingum.

Um daginn vorum við með fyrsta hagfræðinginn nema ég sat hjá honum í kúrs fyrir ári síðan en held ég hafi loks séð ljósið.

Það er að segja að hann var að tala um ákveðið málefni og ég var alltaf tiltölulega ósammála honum - ekki það að ég sé eitthvað sammála honum núna en ég held ég fatti hvað hann meinar meðan ég lít ekki þannig á málið.

Útskýring:
Hagfræðingurinn var að taka sem dæmi að fyrirtæki kannski einhver verksmiðja noti á sem rennur þar hjá, hvort sem það er til þess að taka vatn, framleiða rafmagn eða losa úrgangsefni í ána. Ef engir annar er að nota ána þá er ekkert umhverfisvandamál.

Þannig að loksins fattaði ég hvað hann er að meina (að ég held)- það kemur einungis upp vandamál ef einhverjir tveir ólíkir hópar ætla að nota sömu auðlindina. Segjum að einhverjir aðrir vilja nota þessa sömu á til þess að stunda river rafting þá er það kannski ekki hægt því of lítið er af rennsli í ánni því verksmiðjan er að taka það til sín eða áin er of menguð til þess að river rafting sé óhætt. Þannig að þá þurfa þessir tveir að komast að samkomulagi hvernig hlutum skal háttað, annað hvort mundi verksmiðjan þá borga "skaðabætur" til hópsins sem vil fara í river rafting eða eitthvað annað.

Hinsvegar mundu margir aðrir líta á sem umhverfisvandamál því ef úrgangur sem er að menga ána þá líður lífríkið/vistkerfið fyrir það sem getur orðið alvarlegt vandamál. Einnig ef lítið rennsli er í ánni miða við eðlilegt er o.s.frv.

Ekki skrýtið að stundum skilur fólk ekki hvert annað þar sem ólík sjónarhorn á vandamál eru til staðar.

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Já það er nú það sem er alltaf verið að tala um, sumir hugsa bara um hagsmuni einhvers annars en náttúrunnar. það er alltaf verra þegar einhver sem getur grætt græðir ekki og svo öfugt. En hvað græðir náttúran yfirleitt ekkert nema það að sitja uppi með heimska fólkið í heiminum já Linda mín svona er þetta en það er okkar að reyna sem við getum að breyta heiminum til batnaðar svo náttúran þurfi ekki alltaf að tapa fyrir græðgispúkunum.