BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, janúar 19, 2008

Montblogg

Já verð að monta mig aðeins - er nefnilega enginn hér sem ég get montað mig við og því "verð" ég að nota netið.

Í einum kúrsi sem ég er í þá þurfum við að svara krossaspurningum eftir hvern kafla sem kennarinn opnar á einhverjum ákveðnum tímapunkti og hefur opið ákveðinn tíma, í þessu tilfelli um sex daga fyrir 4 kafla. Allavega ég byrjaði á fyrsta kafla einhvern tímann í vikunni og gekk ekki vel, notaði heldur ekkert bókina og ákvað að prófa hvernig mér gengi án þess að fletta upp. Kafli 2 gekk heldur betur en ekki nógu vel, kafli 3 aðeins betur og var sáttari. Kafli 4 er ég hæst ánægð með en fékk 9,15 og verð því að reyna að halda því sem eftir er :)