Hausverkur
Fékk hausverk á miðvikudaginn :(
Í tíma á miðvikudeginum fann ég að hausverkurinn var á sveimi og "beið" eftir því að koma á fullum þunga. En ég kemst í gegnum tímann sem var mjög langur og síðan að bíða eftir kennaranum mínum sem ég ætlaði að hitta til þess að ræða við hana.
En þegar það var búið og ég gekk út í bíll kom hausverkurinn að fullum þunga en ég hélt áfram með það sem var planað hjá mér og eftir það fór ég til mömmu því ég vissi að ég þurfti að borða (og bróðir minn átti að vera búin að elda).
Kom þangað og leið eiginlega hræðilega og hafði síðan ekki lyst á matnum-nartaði í kannski 3-4 bita. En ákvað að fara þá heim enda páfagaukarnir alveg hræðilega hávaðasamir og bræðurnir stundum engu skárri ;)
En á leiðinni nánar tiltekið á Sæbrautinni kom fyrsta gusan, ekki hentugur staður til þess að stoppa og hvað þá að geta hlaupið úr bílnum. Kunni nú heldur ekki alveg við það svona sitjandi í bílstjórasætinu. Sá fyrir mér að vegfaranendur mundu hringja á lögguna sem mundi koma og taka mig vegna ölvunar undir stýri (sem að sjálfsögðu var ekki málið). En fljótlega eftir fyrstu gusuna kom sú seinni og þá var ég stopp á rauðu ljósi og sú þriðja þegar ég var að taka af stað.
Ég er greinilega að prufa mig áfram í skemmtilegum stöðum til þess að æla á, Kínamúrinn búinn, fjallaferð í Rúmeníu búin og svo var eftir náttúrulega að æla yfir sig allan undir stýri. Kýs ég það allra ógeðslegasta viðburð af þessum og klárlega vona ég að þetta sé sá ógeðslegast viðburður sem ég mun lenda í á þessu ári og þeim næstu.
Sorry pabbi að hafa ælt í bílinn þinn :( en hann slapp nokkuð vel þar sem allt fór á mig :)
Þoli ekki þennan hausverk!
föstudagur, janúar 25, 2008
Birt af Linda Björk kl. 14:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 Mjálm:
Þetta er í fínu lagi þó sé ælt í hann,í þínum sporum hefði ég bara opnað gluggann og ælt út.
ég hafði ekki tíma til þess áður en fyrsta gusan kom ;) og svo með þær seinni þá var ég ekki viss hvort ég mundi hitta út (haha) og þess utan orðin öll útötuð :(
Ég er viss um að þetta er einhverskonar mígreni, tékkaðu á því.
Ps. nú veit ég afhverju þú þarft að skila bílnum.
Guðmunda
Það er satt hjá Guðmundu að þetta gæti verið mígreni ef þetta er oft að koma fyrir. því fylgir mjög sár hausverkur og sem endar í því að fólk ælir (samt ekki yfir sig í bíl). En það sem þú þarft að gera er að passa að borða reglulega. Farðu til læknis og láttu athuga þig Linda mín og láttu þér barna
kveðja Bella í móðurlega hamnum
þetta átti nú að vera láttu þér batna svo það sé enginn misskilningur í gangi bara innsláttarvilla
Bella
er búin að fara til læknis :) fór fyrir nokkrum árum 2004 ef ég man rétt. Hefur gerst sjaldnar eftir að ég passaði mig á því að borða en svo gerist þetta einstöku sinnum ennþá :( en læknirinn taldi þetta mjög líklega migreni en ég er í afneitun hahaa
ertu enn með hausverk á ekki að blogga neitt eða hefur þú ekkert að segja ljúfa líf, ljúfa líf
Skrifa ummæli