BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, janúar 21, 2008

Draumar

Er búin að komast að því að ég fíla ekki drauma - eða að dreyma þegar maður er sofandi. Dagdraumar eru miklu betri enda ræður maður þeim sjálfur.

En ef manni dreymir um nóttina þá er ég svo þreytt þegar ég vakna og er ekki útsofin. Dreymdi nefnilega í nótt en fór samt sem áður tiltölulega snemma að sofa en líka seint í nótt þá vakna ég smá upp og veit af mér það sem eftir lifði nætur. Minnsta kosti heyði ég þegar blessaði blaðberinn kom með fréttablaðið og held ábyggilega að hann hafi komið um 4 eða 5.

En allavega dreymdi mig í nótt um hryðjuverk og það er svo bein tenging frá því sem ég var að horfa á í sjónvarpinu fyrr um kvöldið. Nóttina áður dreymdi mig líka og þá um snáka og slöngur og það einnig var í sjónvarpinu rétt áður en ég sofnaði á laugardagskvöldinu.

En allavega er dauðþreytt núna!

3 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Þegar ég var búin að velta vöngum lengi yfir vandræðum þínum varð mér ljóst að þig dreymir það sem gerist í sjónvarpinu. Þannig að lausnin mín er sára einföld hættu að horfa á sjónvarp þá er vandi þinn leystur þar sem þú lifir tiltölulega þægilegu og einföldu lífi og getur varla fengið miklar martraðir út frá því svo skaðvaldurinn er TV-kassinn þinn henntu honum og vandamálin þín enda bara í sorpu því mundu flokkum og skilum já takk

Linda Björk sagði...

Nafnlaus - mér var búin að detta þetta í hug alveg sjálf líka :) en þá fer mér kannski að dreyma umhverfisvandamál, hagfræðileg mál og annað... veit ekki hvort það sé betra ;) en endilega skildu eftir nafn!

Nafnlaus sagði...

þú veist alveg hver ég er ég er á sama báti og þú og hef ekkert annað að gera þess á milli sem ég þykist vera að læra að lesa bloggið þitt og bulla inn á þessa síðu þína en ef þú villt endilega nafn skal ég setja eitt hér fyrir neðan vel eitt af mínum uppáhalsd

kveðja McGellan