BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, janúar 07, 2008

Matarboð

Hélt "smá" matarboð í gær en byrjunin á því gekk ekki vel þar sem ég brenndi chilli pipar og hvítlauk í pottinum.

En þrátt fyrir byrjunarerfiðleika og mats án chilli pipars þá bragðaðist maturinn alveg ágætlega.

En það voru samt líka aðrir hlutir sem voru öðruvísi við þetta matarboð, til dæmis að einn matargestana þurfti skyndilega að fara til London þannig að sá mætti ekki sem kom svo í ljós að var mjög gott (ekki því hann vantaði) heldur var maturinn ekki nógur - hahaha þrátt fyrir að það sem ég var að elda átti að vera nóg fyrir 4.

Það sem var líka sérstakt að einn af matargestunum kom um 1,5 klst of seint þannig að eftir að hafa beðið í smá tíma ákváð ég og þessi eini matargestur að byrja, tókum okkur svo pásu og fengum okkur ábót þegar seinni matargestur kom (kannski skýring á því að maturinn kláraðist upp til agna ;) ).

Það þriðja sem gerði síðan útslagið að öðruvísi matarboði er að seini matargesturinn sofnaði í sófanum hjá mér :) - ákvað ekkert að vera að vekja aðilann og vonaðist bara að mundi sofa út alla nóttina og fór síðan inn að sofa. En matargesturinn vaknaði síðan um tvö leytið og hélt af stað heim á leið.

Því miður varð ég síðan hinsvegar andvaka eftir það og er því þreytt fyrsta skóladaginn og sleppti fyrsta tímanum sem ég ætlaði að mæta í. Mér til mikillar vonbrigða komst ég siðan að því að ég hefði getað sofið lengur því næsti tími var ekki.

En já þannig fór um fyrsta matarboð 2008 hjá mér.