BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, desember 30, 2003

Heimabíó

Pabbi kom í heimsókn áðan til þess að hjálpa mér að setja upp heimabíóið eða réttara sagt til þess að setja upp heimabíóið. Ég sat að mestu og horfði á og þess á milli reif upp pakkningarnar. Nú eru snúrur út um allt herbergi en það er geðveikt að hlusta á tónlist í þessum græjum. Nú er ég líka í klemmu........ ég vil fá græjurnar mínar í lag en það er bara mikið flottara að hlusta á tónlist í heimabíóinu. Þannig að ljóst er að ég verð að flytja í risahús/íbúð til þess að geta haft græjur í hverju herbergi og því mun ég hafa not fyrir gömlu fermingargræjurnar mínar. Snilldarlausn!

Ég ætti því að geta farið að þrífa og laga til hérna :-)

Það er orðið nokkuð ljóst að ég bý upp í sveit eða rassgati eins og ég hef viljað meina. Hvað er málið með gangandi vegfarendur? Eins og vel flestir vita þá snjóaði heilmikið í Reykjavíkinni í gær nema eins og venjulega þá er fyrst og fremst hugsað um göturnar og bílana. Fyrst er rutt göturnar og svo seinna gangstettir en einungis á útvöldum stöðum.... ekki sveitaplássum eins og árbænum......urrrrrr.

Fór í mína þriðju jarðaför í dag á þessu hausti, alltof mikið á einu ári hvað þá á einu hausti :( en ég vona að árið 2004 verði laust við allt slíkt því ég hef fengið nóg af slíkum samkomum.

Linda á næst síðasta degi ársins!

0 Mjálm: