Skapið fer skánandi
Sem betur fer er skapið að fara skánandi og orðið aðeins léttara yfir mér (þyngdin í kg er samt sú sama ef ekki þyngri ;-) ), er ekki svo langt síðan ég gat ómöglega skilið af hverju þunglyndi heltist yfir marga í desembermánuði og kring um jólin.... var bara ekki að skilja það en sem betur fer þá er ég enn að læra og þroskast (ef hægt er að kalla þetta þroska), en ég er farin að skilja af hverju þunglyndi hellist yfir marga á þessu tímabili.
Fór á dívurnar á föstudagskvöldið, það var mjög fínt og skemmtilegt.... fannst lögin sem Maríus söng eiginlega allra síst... fatta ekki alveg af hverju þær voru að taka hann með... átti engan vegin heima þarna.
Skora síðan á Ellen að hætta í fýlu við bloggerinn og fara að skrifa eitthvað..... sakna skrifanna hennar.
Tveir dagar til jóla
mánudagur, desember 22, 2003
Birt af Linda Björk kl. 14:36
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli