Blint stefnumót!
Já ég er svona nálægt því að fara á blint stefnumót núna á eftir. En haldið ró ykkar þið ykkar sem æsist upp við að lesa þetta hehehe.
Málið er að ég er að fara að undirbúa jólakvöldið fyrir BUSL og það er strákur sem er tiltölulega nýbyrjaður sem leiðbeinandi sem er með mér að undirbúa þetta kvöld. Við ætlum að hittast á Kaffi París á eftir til þess að leggja einhver drög fyrir kvöldið nema vandamálið er að ég hef aðeins hitt hann einu sinni og man ekki hvernig hann lítur út! Þannig að ég verð ábyggilega í vandræðum að finna hann :-(
Við vorum í ægilegri tiltekt núna um daginn í vinnu nr. 1 og núna er ég komin með þetta fallega jólatré út í glugga hjá mér, þannig að þegar þið keyrið Sundlaugarveginn endilega lítið í gluggan hjá mér :-)
Ég er svo núna komin í jólafrí frá vinnu nr. 2 og það er mjög ljúft. Finnst reyndar svoldið skondið með þessar vinnur mínar að á farfuglaheimilinu þá er kvenfólk í meirihluta en svo í símanum í því sem ég er að gera þar þá er kvenfólk í minnihluta. Reyndar er ég bara sú eina fyrir utan þá sem heldur utan úthringiverið/yfirmaðurinn minn. Þetta er samt afsaklega ljúft að vera þarna innan um strákan og ætli karlmönnunum hérna á farfuglaheimilinu finnist ekki afskaplega ljúft að vera innan um allt kvenfólkið.
Var ég búin að segja ykkur frá dúllunni hérna á farfuglaheimilinu? Það er nefnilega kínverskur maður að vinna hérna og hann er þvílík dúlla. Talar ekkert í íslensku og heldur ekki ensku. Hann er samt núna búin að læra nokkur orð, getur sagt góðan daginn við mann og svona. Ekki fyrir svo löngu síðan sá ég hann fyrir utan og hann var að reykja. Fannst það hrikalegt áfall........ bara hélt að hann reykti ekki og bara svona er stutt í staðalmyndirnar hjá manni en mér finnst það bara ekki passa við kínverskt fólk og þá sem eru frá Asíu að reykja. Svona getur maður nú tekið heila álfu fyrir.
Linda með staðalmyndirnar á hreinu!
fimmtudagur, desember 11, 2003
Birt af Linda Björk kl. 16:04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli