Leti
Mikil leti í gangi hérna, rosaleg leti, rétt nennti að taka upp símtólið til þess að hringja á dominos.... jamm það er rosaleg leti í gangi. Á enn eftir að þrífa, setja upp jólaskraut, pakka inn gjöfunum. Svo lítur líka út fyrir að ég fari í jólaköttinn, hef alltaf keypt mér eitthvað smá nýtt fyrir jólin jafnvel þótt það hafi ekki verið nema sokkar. Ef bílinn fer í gang á morgun þá kannski fer ég í HB búðina í Hafnarfirði og athuga hvort ég finni eitthvað þar svo ég fari ekki í jólaköttinn.
Pabbi er búin að vera bjargvættur helgarinnar. Hann kom á föstudagskvöldið til að gefa bílnum start sem tókst. Nema svo tókst mér ekki að koma bílnum í gang á laugardeginum, var alveg dauður. Ellen systir kom sem bjargvættur en þrátt fyrir að hafa pabba í símanum meðan við settum startkapla á rétta staði þá tókst ekki að koma bílnum í gang. Pabbi kom því á sunnudeginum ogég komst að því að við systur gerðum ekkert rangt heldur bara tók sinn tíma að koma bílnum í gang í þetta skipti. Þrátt fyrir að hafa látið bílinn ganga lengi til þess að reyna að hlaða inn á hann þá komst hann ekki í gang í morgun þannig að enn og aftur ætlar pabbi að koma í fyrramáli að bjarga mér.
Takk pabbi
mánudagur, desember 22, 2003
Birt af Linda Björk kl. 21:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli