Ferðin mín
Í heildina litið er ég mjög ánægð með mánaðarferðina mína og enn ánægðari að hafa látið verða af henni. Mjög ánægð með sjálfan mig.
Þennan tíma sem ég var ein var líka mjög fínn og ég var alveg að fíla mig að vera svona ein að þvælast.
Ég hins vegar get ekki gert upp ferðina til Kúbu. Ég held ég hafi sjaldnast verið svona hlutlaus gagnvart einhverju landi og ferð. Núna mundi ég nú ekki telja mig mjög ferðavana, hef ekki ferðast til brjálaðist mikið af löndum og sjaldnast verið svona lengi á ferðinni. Það sem var mjög slæmt að upplifa sem ferðamaður á Kúbu er pirringurinn sem maður fann fyrir og það að finna fyrir því að maður nennti ekki út á kvöldin vegna hugsanlegs áreitis. Það líka að upplifa það að vera dónalegur fannst mér mjög slæmt en fannst ég ekki eiga neins annars kost. Maður hreinlega varð oft á tíðum að ignora algjörlega þá aðila sem voru að spurja hvaðan ég væri o.s.frv. Ef ég hefði átt að svara hverjum eina og einasta þá hefði ég varla komist úr sporunum og svo var erfitt að losna við fólkið ef maður byrjaði á annað borð að tala við það.
Kúbverjar eru ekkert smá ólíkt fólk, ég meina það var engin leið að sjá út svona "eitt" standard útlit á Kúbverjum. Það eru einir þrír ólikir kynþættir, þarna er svart fólk, latin/spænsk útlits fólk og svo fólk sem er frekar ljóst á hörund. Ég var líka farin að upplifa mig þarna sem gangandi peningapoka sem er ekkert mjög næs tilfinning. Það var oft á tíðum mjög gaman að spjalla við þessa fáu einstaklinga sem byrjuðu á að tala við mig en oftar sem ekki þá var síðan erfitt að losna við þá því þeir vildu að ég eyddi með þeim nánast öllu kvöldinu og ég var frekar á varðbergi gagnvart þeim þar sem ég var ekki viss hvað þeir vildu því í flestum tilfellum eru þeir á höttum eftir einhverjum dollurum. Sumir sögðu jafnvel í samtölunum að þeir væru ekki á höttum eftir peningum sem segir mér að flestir þeirra eru akkúrat á eftir þeim. Þannig að ég var sjaldnast afslöppuð gagnvart heimamönnum, reyndar jú gagnvart þeim sem ég gisti hjá í heimagistingu.
Ég hef aldrei áður upplifað það að verða pirraður ferðamaður og það er vond tilfinning og einnig líka finnast maður dónalegur gagnvart heimamönnum en lítið annað sem maður gat gert stundum.
Þegar ég var á flugvellinum að bíða eftir fluginu heim þá hitti ég hollenska strákinn aftur sem ég hafði hitt í Cienfugos. Við vorum að tala um upplifun okkar á Kúbu og hann fann akkúrat líka fyrir þessum pirringi og sagðist hafa verið kvöldið áður mjög dónalegur en hann hafði bara fengið nóg. Það var semsagt einn Kúbverji sem hafði spurt hann hvaðan hannværi og hollenski strákurinn svaraði að honum kæmi það bara ekki við.
Seinustu dagana í Havana var ég farin að spá í hvort Kúbu væri hreinlega ekki að breytast aftur í þetta spillta land eins og það var þegar Batista var við völd...... var farin að fá það á tilfinninguna. Þetta tvöfalda hagkerfi er að fara með landið og gerir einmitt hefur þessi áhrif milli heimamanna og ferðamanna. Þetta áreiti finnst mér ekki það sama og betl í öðrum löndum.... maður er kannski orðin svona kaldur og vanur því að hunsa það algjörlega.
Mér fannst mjög sorglegt hvernig var komið fyrir byggingunum í Havana, þessar rosalega flottu byggingar og flestar í algjörri niðurníslu.
Ég gisti í heimagistingu og fólkið þar var alveg yndislegt, það sem mér fannst frábærasta er hvað þau voru tilbúin að reyna að tala ensku, því flestir töluðu litla ensku og áttu erfitt með að reyna að tjá sig en ég talaði bara enn minni spænsku.
Það verður spennandi að sjá hvernig fer fyrir Kúbu þegar Kastró fellur frá, bara vonandi að það fari ekki á verri veg og mig langar mikið að heimsækja landið aftur þegar þær breytingar hafa átt sér stað.
Kúba er land sem fólk ætti að heimsækja en þá ekki til þess að vera á ferðamannastöðunum eða Varadero því þar er kúbverska lífið alls ekki að finna þar er einungis ferðamannastaður. Þrátt fyrir margar neikvæðar upplifanir þá var meirháttar að heimsækja landið og sjá og upplifa það því landið hefur mikla sögu.
Uppgjör Lindu
sunnudagur, desember 07, 2003
Birt af Linda Björk kl. 23:05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli