Nýtt ár!
Nýtt ár gengið í garð. Seinasta kvöldmáltíð seinasta árs var borðuð á heimili pabba og nöfnu minnar. Í matinn var kalkúnn sem ég var nota bene búin að bíða í heilt ár eftir...... pabbi lofaði að þessu sinni að ég þyrfti ekki að bíða í heilt ár eftir næsta en við sjáum nú til með það........
Systir mín ákvað að raða til sætis við borðið enda gífurlegur fjöldi um að ræða (öll börn pabba og Lindu samanlagt + tengdasonur). Ég kom með þá hugmynd að við mundum draga um sæti og það yrði eitthvað annað en nöfnin okkar t.d. hafa þekktar stjörnur, kvikmyndafígurur og annað. Úr varð að hafa íslenskar popstjörnur og eina færeyska :-). Ég því miður lenti á ekkert alltof skemmtilegri en bjargaðist með því að ég kunni ekkert lag eftir hann þannig að ég þurfi ekkert að syngja hehe.
Nýjársdagurinn byrjað á myndinni Chicago...... ekkert óskarsverðlaunamynd (þótt hún hafi fengið nokkrar) en alveg ágætis afþreying. Kvöldið var síðan undirlagt af landnemaspilinu Catan.... en fór í hvorki meira né minna en 4 leiki þar sem Jens vann 3 af 4 leikjum :( En það var líka komin tími til að ég mundi spila þetta spil almennilega.
Síðan er það víst síðbúið áramótapartý í kvöld og síðan jólaboð á sunnudaginn :-) og ekki má gleyma Lord of the Rings á laugardaginn.
1 dagur í Lord of the Rings
föstudagur, janúar 02, 2004
Birt af Linda Björk kl. 12:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli