BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, janúar 30, 2004

Gestaskrifari á Vargnum

Árni Salómonsson heiti ég og er vinur Lindu og eigandi heimasíðunnar Námur Salómons. Þannig er mál með vexti að ég var að rabba við Lindu á MSNinu um daginn. Í miðju samtali kemur allt í einu upp á skjáinn hjá mér DD. Ég skildi ekki neitt í neinu og hugsaði ekkert slæmt. Nema að allt í einu segir unnusta mín sem er við hliðina á mér: Hva, er hún að gefa þér upp einhverjar brjóstahaldarastærðir? Ég fór í algjört fát og spurði Lindu á MSNinu hvort samtal okkar væri nú ekki orðið einum of persónulegt. Það var og, Linda hafði eingöngu verið að senda mér einhvern broskall, enda brosmild manneskja mjög, en hann hafði bara mistekist eitthvað... Samtal okkar eftir þetta gekk síðan, það sem eftir er, út á það, að ég væri með ritstíflu, sem sannast best á minni eigin síðu. Einhvern veginn þróaðist það síðan þannig að Linda sagði mér, meira í gamni en alvöru, að búa til litla sögu á comment kerfinu á heimasíðunni sinni. Mér þótti það heillaráð og ákvað að byrja söguna svona: Ætli Linda sé DD?
Þið vitið afganginn, áttuð þátt í að skapa hana, nú er sagan öll…
DD getur þýtt svo margt! Til dæmis Drífandi Dugleg, Dáð og Dýrkuð, Draumur í Dós, Dúndur Dís eða Dungeons and Dragons……………. Úti er ævintýri…..

Virðingarfyllst
Árni Salómonsson

0 Mjálm: