Allt í kássu
Það er allt í kássu hérna fyrir utan, einn bíll á gatnamótunum sem er stopp og fer ekki í gang, þannig að bílarnir sem eru á eftir honum hafa þurft að mjaka sér fram hjá honum. Núna eru þeir farnir að fara á öfugan vegarhelming til þess að komast framhjá sem að sjálfsögðu stoppar umferðina á móti að komast leiðar sinnar. En engum hefur dottið í hug að stoppa til þess að hjálpa manninum og ýta bílnum í burtu. Það var reyndar núna að gerast að einn maður hoppaði úr bílnum og ætlaði að ýta.... þá fóru fleiri að að hoppa úr sínum bílum. Alveg ótrúlegt. En það var líka alveg ótrúlegt hjálparleysi í þessari manneskju sem sat í bílnum sem stoppaði allt. Fór ekki einu sinni út til þess að reyna að fá einhvern til að hjálpa sér og núna situr hann/hún enn í bílnum, komin á "stæðið" fyrir utan. Ég eflaust get ekki sagt mikið þar sem ég hoppaði ekki út til þess að hjálpa en komst að þeirri niðurstöðu að þá mundi ég stundum gera fátt annað, t.d. undanfarna daga hef ég líka horft á fólk gamal fólk vera að staulast á gangstéttunum en þegar það er að reyna að fara yfir götuna þá á það svo erfitt með að komast upp vegna klaka og fleira.
En finnst sorglegt samt að sjá hvernig þetta er komið að fólk stoppi sjaldnast til þess að athuga hvort eitthvað sé að og komi náunganum til aðstoðar.
Ég get svo sem trútt um talað því ég er svona sjálf, alveg eins og megnið af fólkinu sem stoppar ekki. En ég hugsa oft út í það!
Gerir það mig að betri manneskju?
Neibb.
p.s. kallinn í bílnum var æfagamall og á hækjum, þá kannski ekkert skrýtið að hann hafi ekki hökt út.
Linda ekkert svo góð eftir allt saman
föstudagur, janúar 16, 2004
Birt af Linda Björk kl. 13:39
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli