Ánetjun
Ég held ég sé farin að ánetjast Catan, er búin að spila 4 kvöld í seinustu viku. Spilaði sunnudags-, miðvikudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Er líka farin að breiða út boðskapinn því ég plataði heimilisfólkið hjá mömmu að spila það á laugardaginn. Svona í flestum tilfellum fannst þeim það gaman enda vann mamma spil nr. 2, Bubba gekk alltaf illa og var mjög óheppin með teningana og Kristjón gekk alveg ágætlega. Kannski svona full ungur fyrir spilið.
Hitti loksins gæjann hennar Ásdísar á sunnudaginn í skírninni eftir heilt ár..... þokkalega verið að halda mér í burtu........ var að ég held sú eina sem hafði ekki hitt hann. Enn ein dísin búin að bætast í hópinn þar sem stelpan hennar Bellu, Óskars og Eyþórs fékk nafnið Hjördís Anna :-), hún var alveg til fyrirmyndar í skírninni og veislunni.
Bílahrakningar halda áfram hjá mér og mikið búin að vera að spöglera hvort ég ætti að setja á netið bílahrakningasögur Lindu...... bara ábyggilega flestir sem lesa þekkja ábyggilega þær sögur :-)
Fékk smá sjokk á laugardaginn þegar ég og Stebbi fórum að versla skírnargjöfina, keyptum voða flottan púða þar sem nafnið á Hjördísi verður saumað í... nema þegar við komum í verslunina og vorum að spá púðanum þá spyr konan okkur... já hvað á barnið að heita. Ég var náttlega mjög græn og segi já það kemur á morgun.... og afgreiðslukonan spyr hva eruð þið ekki búin að ákveða nafnið..... döööö ég fór næstum því í kleinu!
Linda catan sjúklingur
mánudagur, febrúar 02, 2004
Birt af Linda Björk kl. 13:50
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli