Fyrirsögn
Sá ekki þessa umtöluðu fyrirsögn í DV þar sem var talað um að íslenskur hommi vann danska Eurovision keppni sem vissulega sló mig þegar ég heyrði um hana..... en ég er búin að komast að niðurstöðu.
DV var bara eingöngu að reyna að vekja athygli og þá er ég ekki að meina með einhverja grípandi fyrirsögn svo lesandinn fari að kaupa blaðið og lesi fréttina. Heldur til þess að fá þetta umtal hvort sem er á jákvæðu eða neikvæðu nótunum og þeim tókst það svo sannarlega. Eins og sagt er að betra er neikvætt umtal heldur en ekki neitt umtal!
Annars fara líka DV auglýsingarnar í sjónvarpinu afskaplega mikið í taugarnar á mér! Kannski af því ég er ekki að fatta þær.... en þær eru hundleiðinlegar.
Þorrablótið í vinnunni í gær var mjög fínt, þrátt fyrir einhver skot á mig! Ísinn minn sló í gegn ásamt eftirréttinum hennar Ragnhildar......komst að ýmsu um samstarfsmenn......... áhugavert! Á sumt sameiginlegt með nokkrum þeirra......
Sakna jóga.... hef ekkert farið í þessari viku en áður en farið er að hneykslast á mér þá er ég búin að vera þeim duglegri í Laugum..... jámm fengum vikukort í Laugar og Baðstofuna. Fór í body shape á mánudaginn og svo í gufurnar og heita pottinn á eftir.... var alveg himneskt.....vorum í hvildarherberginu og svona. Fór síðan á hlaupabrettið í gær og actually hljóp... í dag er síðan stefnan aftur á body shape og ég sem er að fara að losna við strengina eftir síðasta tíma.
En er samt að sjá að jóga er meira fyrir mig..... meira ÉG! Hver svo sem það er hehehehe
Linda að klikkast!
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Birt af Linda Björk kl. 09:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli