BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Bílalækningar

Ekki leið bílgarminum mikið betur eftir að skipt var um rafgeymi sem var gert á þriðjudagskvöld. Þannig að nú orðið verð ég að passa að leggja í brekkum til þess að láta renna í gang.
Eftir lækniskoðun áðan þar sem læknirinn kom í vitjun þá var sjúkdómsgreiningn sú að þetta væri sennilegast altinatorinn sem væri að gera bílnum lífið leitt (og mér) þannig að á morgun verður hents upp í vöku til að tjekka á nýjum altinator (ekki hugmynd hvort það sé rétt skrifað) og svo ætlar bílalæknirinn að skipta um og athuga hvort garminum fer ekki að líða betur og fari í gang svona án allra vandræða.

Vegna óvissu um það hvort bílinn fari í gang eða ekki þá hef ég ekki þorað að stökkva inn í búð til þess að kaupa eitthvað í matinn þannig að þess í stað hef ég leitað að lúgum til þess að kaupa fljótlegan mat (góð afsökun!) sem var t.d. gert áðan.... nema þar þarf ég einnig að hafa í huga að bílinn ofhitni nú ekki og varð ég að vera orðin svoldið stressuð með það í lúgunni fyrr í kvöld.... en það reddaðist.


Linda á bílgarmi

0 Mjálm: