BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Start 101

Ég held ég sé orðin bara fullnuma í start 101, já bílinn hennar Steffiar fór ekki í gang áðan eftir vinnu og það var einu sinni ekki svo kalt.
Allavega ég ákvað að taka málið bara í mínar hendur. Tók einn af bílaleigubílunum sem voru fyrir utan hjá okkur traustataki og keyrði upp að skrjóðnum. Opnaði húddið á báðum bílunum og tengdi kaplana. Hringdi meira segja ekki í pabba til þess að tjékka nú örugglega á því hvor færi hvert, en setti rauða í + og svarta í - (var þetta ekki rétt pabbi?).
Bílinn fór í gang á nóinu, pakkaði dótinu saman, kom bílaleigubílnum á sinn stað og inn með lyklana. Núna er bara stóra spurningin hvort hann fari í gang á eftir þegar ég held heim á leið.

Annars á föstudaginn var ég vitni að hinum ýmsu útgáfum á því hvernig startkaplarnir voru tengdir. Bílinn fór semsagt ekki í gang seinast föstudag og fékk ég manninn uppi til þess að gefa mér start. Að sjálfsögðu tengdi hann nema hann setti rautt í plús og svart í mínus, nema pabbi var búin að segja mér að áður en maður setti svartan þá ætti hann fyrst að tengjast hjá mér (dauða bílnum) svo í hinn bílinn. Maðurinn uppi tengdi síðan svarta fyrst hjá sér og svo hjá mér. Eftir smá rúnt og að ég hélt nógu langan fór ég í 11-11 til þess að kaupa mér að borða, þegar ég kom síðan út kom í ljós að ég hafi ekki rúntað nóg því bílinn fór ekki í gang. Ég litaðist því um bílastæðið að væntanlegu fórnarlambi og sá einn mann í bílnum sínum með krakkann sinn sofandi í aftursætinu. Hann vildi fúslega gefa mér start en hann að ég held var ekkert að pæla hvort væri hvað svona nánast og skellti þessu í og gaf mér start. Eftir það fór ég líka í langan langan bíltúr og lagði bílnum síðan í brekku.

Gleymdi að segja það en ég skrifaði á síðuna hans Árna í gær fyrir þá sem lesa um fyrstu kynni mín af honum og Sjálfsbjörg.

Linda fullnuma

0 Mjálm: