Uppgefin
Búin að vera í allan dag að fara yfir verkefni hjá nemendum í verkefnatímanum og er því frekar uppgefin og komin með leið á tölvunni. Reyndar ekkert getað farið þennan hefðbundna blogghring. Það er alveg rosalegur tími sem er að fara í yfirferð á verkefnum. Vorum að fara yfir einstaklingsverkefni og þetta eru hátt í sextíu manns ef ekki meira. Talandi um að maður sé orðinn heiladauður.
Hins vegar afrekaði ég það í gær að þrífa sameignina og skila henni af mér. Horfði reyndar á Judging Amy fyrst.
skildu eftir skilaboð
miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Birt af Linda Björk kl. 18:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli