Töðugjöld
Var á töðugjöldum hjá Náttúruvernd ríkisins, en það er semsagt hálfgerð uppskeruhátið eftir sumarið. Þarna eru samankomnir landverðir og þjóðgarðsverðir sem segja frá starfinu á sínum svæði þetta sumarið. Þetta var mjög skemmtilegt, ekki síst að heyra hvað Guðbjörg þjóðgarsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli var ánægð með landverðina sem hún hafði í sumar :) en ég var einmitt ein af þeim. Það var líka svo góð mæting hjá þessu svæði en við mættum öll. Svo fengum við líka pizzu, (bjór) og kók, gott að þurfa ekki að hugsa fyrir kvöldmat. Fórum síðan nokkrir landverðir á kaffihús reyndar voru landverðir sem voru í Herðubreiðalindum í meirihluta þannig að talað var meira um þeirra svæði heldur en annarra heheehe. Þetta var mjög fínt og skemmtilegt að hitta aftur liðið sem ég var að vinna með í sumar. Þá er bara að bíða eftir innflutningspartý sem var búið að lofa okkur.
bíó
Það er að fara að koma heill hellingur af myndum sem mig langar að fara á, veit ekki alveg hvað ég á að gera, bæði er þetta svo dýrt og ég barasta ætti alls ekki að hafa tíma til þess að fara í bíó. Einnig vantar mig einhvern til þess að fara með mér á Tom Hanks myndina Road to per...... eitthvað. Þoli nefnilega ekki að fara ein í bíó, finnst það frekar mikið leiðinlegt og einmanalegt.
lalalala
laugardagur, nóvember 16, 2002
Birt af Linda Björk kl. 00:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli