Teljari
Um daginn fór ég að skoða á teljaranum hve margir hefðu komið og slíkt, það sem kom mér á óvart er að einhver var að leita að samförum á einhverju leitarvef sem ég man ekki hver er en ég fór að hugsa því í ansk... ég kom þá upp og lá við að ég hafi farið hjá mér við þessar upplýsingar því ekki mundi ég eftir að hafa neitt slíkt á minni síðu. En síðan kom sannleikurinn í ljós, því fyrr í haust talaði ég um rofnar samfarir og þá að sjálfsögðu kom síðan mín upp. Mér finnst þetta frekar fyndið. Þannig að nú ætti aftur að koma upp úr því að ég er enn og aftur búin að skrifa um samfarir.
Sérðu ljósið!
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Birt af Linda Björk kl. 20:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli