BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Höfuðverkur

Rétt til getið ég er með hausverk, sem er ekki skemmtilegt þegar maður er í vinnunni og þarf að glápa á tölvuskjá og vera í símanum. Ekki gott fyrir hausverkinn. Svo þegar ég kem heim bíður mín ekkert skemmtilegt verk því ég þarf að þrífa sameignina.
Stór möguleiki að ég missi af Judging Amy þar sem ég þarf að þrífa en reyni þá bara að vera fljótari. Þetta er heldur ekkert svo mikið.
Sá Marilyn Manson í Jay Leno í gær, mikið rosalega er þessi maður óhuggulegur, gæti ábyggilega verið hið vænsta grey enda held ég að það hafi ekki verið gott fyrir orðspor hans að vera í Jay Leno þætti hehehe en allavega fatta ekki þetta útlit en honum tekst þó að vekja athygli sem er eflaust erfitt að fá þarna í Hollywood þannig að honum hefur tekist áætlunarverkið sitt.

Öllum líka frjálst að koma að sækja mig i vinnuna og skutla mér heim :)
Langar heim!

0 Mjálm: